Læknaneminn - 01.01.2017, Page 160

Læknaneminn - 01.01.2017, Page 160
Ra nn só kn ar ve rk ef ni 3 . á rs ne m a 2 01 6 15 9 magn og gerðir B frumna í þremur einstaklingum rannsóknarinnar með mismunandi svipgerðir. Niðurstöður: Niðurstöður benda til einstaklings­ bundinnar framleiðslu mótefna í rækt. Magn um skipta B frumna IgA skorts einstaklinga var 1.61% og 0.83% af B frumum samanborið við 6.63% í heilbrigðu viðmiði. Engar IgA plasma­né minnisfrumur sáust hjá IgA skorts gjafa sem myndaði ekki IgA í rækt. Hjá IgA skorts gjafa sem framleiddi IgA í rækt voru IgA plasmafrumur 0.11% af B frumum og IgA minnisfrumur 1.81%. IgA seytun í rækt var til staðar í 25% (3/12) IgA skorts einstaklinga en þó með mismunandi framleiðslumynstri milli og innan einstaklinga hvað varðar styrk og tímalengd seytis. Örvanir með IL10, bæði 10 og 100 ng/mL, höfðu ekki marktæk áhrif á IgA framleiðslu. Ályktanir: Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að mótefnaframleiðsla IgA skorts gjafa er breytileg milli einstaklinga, sem er í samræmi við þá staðreynd að IgA skortur er fjölgena sjúkdómur og orsakir hans breytilegar milli einstaklinga. Lægri fjöldi umskipta B fruma í IgA skorts gjöfum er í samræmi við fyrri niðurstöður rannsóknarhópsins. Fyrri birtar rannsóknir sýna aukna mótefnaframleiðslu með IL10 örvun ásamt öðrum frumuboðefnum en niðurstaða þessarar rannsóknar sýnir ekki aukningu þegar einungis er örvað með IL10. Sumir IgA skorts einstaklingar höfðu langlífar IgA plasmafrumur in vitro, þó að IgA mældist ekki í sermi, sem þyrfti að greina betur. Einnig væri áhugavert að skoða frekar frumugerðir IgA skorts einstaklinga, sérstaklega m.t.t. fækkunar umskipta B frumum. Miðla utangenaerfðir kæliviðbragði í frumum? Salvör Rafnsdóttir1, Li Zhang2, Hans Tómas Björnsson 1,2,3 1Læknadeild, Háskóli Íslands, 2McKusick- Nathans Institute of Genetic Medicine, Johns Hopkins University, School of Medicine, 3Department of Pediatrics, Johns Hopkins University School of Medicine Inngangur: Frumur hafa eiginleika sem gera þeim kleift að aðlagast breyttu umhverfi sínu svo sem hitstigi. Líklegt er að þar eigi utangenaerfðir hlutverki að gegna. Með auknum skilningi á svörun frumna við hitastigsbreytingum gætu læknar betur skilið hvað liggur að baki þeim ávinningi sem virðist fylgja stýrðri kælingu sem meðferð í læknisfræði. Hér rannsökum við hvort utangenaerfðakerfi sem er þekkt að miðli svörun við hitastigsáreiti hjá plöntum, H3K4me3 (Trithorax kerfi), geri slíkt hið sama hjá mönnum. Að auki þá rannsökuðum við hvort munur sé á milli tjáningar hjá krabbameinsfrumulínum m.t.t. tveggja gena (CIRP og SP1). Þekkt er að tjáning þessara tveggja gena eflist við kælingu. Í framhaldinu bjuggum við til aðferð sem án valskekkju afhjúpar þá þætti, hugsanlega fyrir tilstilli utangerðaerfða, gætu átt þátt í aukinni tjáningu áðurnefndra gena við kuldaáreiti. Efniviður og aðferðir: Við notuðum vísa sem mæla virkni tveggja utangenaerfðakerfa, H3K4me3 og H4Ac, til að rannsaka tilgátuna okkar um að H3K4me3 sé rofinn sem frumur notast við til þess að bregðast við köldu hitastigsáreiti. Einnig voru útbúnir þrír hitastigssértækir vísar sem að segja til um tjáningu tveggja gena (CIRP og SP1). Þessir vísar gerðu okkur kleift að athuga mismunandi viðbrögð krabbameinsfrumulína á skjótvirkan og áhrifaríkan hátt. Einn af þessum vísum (SP1 Stuttur vísir) var innleiddur í erfðamengi HEK293 frumulínunnnar eftir útkomu niðurstaðna í fyrrgreindum þætti rannsóknar. Þá frumulínu munum við síðan nota til þess að finna þá þætti sem miðla kuldasvarinu að SP1 í efnaferlinu með framsýnni stökkbreytiskimunaraðferð. Niðurstöður: Þótt báðir utangenaerfðavísar sýni mjög væg viðbrögð við kuldaáreiti jókst Trithorax vísirinn sýnilega meira. Okkur tókst einnig að búa til vísi sem getur gagnast við rannsóknir á áhrifum kulda á mannafrumur. Þá sýndum við fram á mismunandi tjáningarmynstur hjá SP1 Stutta vísinum sem segir til um tjáningu SP1 hjá mismunandi frumulínum þegar þær voru útsettar fyrir mismunandi hitstigsáreitum. Ályktanir: Trithorax svörun var væg sem bent gæti til að áhrifa gegni einungis á fáum genum. Við teljum að munurinn í svörun hitastigsvísa gæti stafað af mismunandi vefjauppruna frumulínanna eða vegna mismunandi genamengissamsetningar frumulínanna. Þessa ályktun drögum við af því að þær frumulínur sem sýndu marktæka breytingu milli 32°C og 37°C, hitastig sem notað er í stýrðri kælingu, hafa báðar taugafrumueiginleika. Betri skilningur á aðlögun frumna að hitastigsbreytingum gæti leitt til betri innsýnar í hvernig kæling sem meðferð virkar. Þetta er ferli sem er lítt skilgreint á sameindafræðilegu stigi en þó mikið notuð í læknisfræði. Auk þess gæti aukinn skilningur ferilsins leitt til þess möguleika að hægt verði að þróa lyf sem framkalla jákvæð áhrif kælingar án svæfingar og þannig einfaldað meðferð sjúklinga. Hefur notkun ceftriaxone breyst á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins? Sigmar Atli Guðmundsson1, Ásgeir Haraldsson1,2, Elías S. Eyþórsson1,2, Helga Erlendsdóttir1,3, Ingileif Sigfúsdóttir2, Karl G. Kristinsson1,3 1Háskóli Íslands, 2Barnaspítali Hringsins, 3Sýklafræðideild Landspítalans Inngangur: Streptococcus pneumoniae (pneumó­ kokkar) eru algengar bakteríur í nefkoki barna sem geta valdið alvarlegum sýkingum eins og blóðsýkingum, heilahimnubólgum, lungnabólgum og bráðum miðeyrnabólgum (e. acute otitis media, AOM). Í lok níunda áratugs síðustu aldar og við upphaf þess tíunda fór sýkingum af völdum sýklalyfjaónæmra S. pneumoniae hratt fjölgandi á Íslandi. Um var að ræða klónal útbreiðslu á fjölónæmum pneumókokki af hjúpgerð 6B. Flest hefðbundin sýklalyf dugðu ekki gegn hjúpgerð þessari og þurfti því að grípa til breiðvirkari sýklalyfja, oftast ceftriaxone. Í kjöl­ farið jókst notkun þess mikið en það er notað í frum meðferð við alvarlegum sýkingum og einnig við AOM. Árið 2004 kom upp annar fjölónæmur stofn, 19F, sem ceftriaxone var einnig notað gegn. Bólusetningar með Synflorix, 10­gildu próteintengdu pneumókokkabóluefni, hófust á Íslandi árið 2011. Markmið: Markmið þessarar rannsóknar var að rannsaka mögulega breytingu á notkun ceftriaxone á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins eftir að bólusetningarnar hófust hér á landi. Borin verða saman tímabilin fyrir bólusetningu (2008­2010) og tímabilið eftir (2011­2015). Efniviður og aðferðir: Upplýsingum var deilt á tvö gagnasöfn, annars vegar var leitað eftir hjúkrunar­ meðferðum með ceftriaxone, hins vegar var leitað eftir öllum útskriftargreiningum ICD­10 H.65. og H.66. en það eru kóðarnir fyrir AOM. Gagnasöfnin voru snyrt til og sameinuð. Tölfræðiútreikningar fóru fram í Excel og R og var notast við t próf og aðhvarfsgreiningu hlutfalla með innifalinni poisson greiningu. Niðurstöður: Á fyrra tímabilinu (2008­2010) voru að meðaltali 614 komur á ári með útskriftargreininguna AOM. Á því seinna (2011­2015) voru þær að meðaltali 566.8. Á milli þessara tímabila var ómarktæk fækkun um 47.2 komur á ári milli tímabilanna (95%ÖB ­45.9 140.3, p=0.1944). Þegar hlutfallsleg áhætta á að fá ceftriaxone er reiknuð fást eftirfarandi niðurstöður: RR 0.589 á að fá ceftriaxone 2011­2015 miðað við 2008­2010 (95%ÖB 0.56 ­ 0.66 p<0.001), þetta er óháð útskriftargreiningu en búið er að leiðrétta fyrir aldri við komu. Sé einungis reiknað úr hópi sjúklinga með útskriftargreininguna AOM er RR 0.35 á að fá ceftriaxone 2011­2015 miðað við 2008­2010 (95%ÖB 0.297 ­ 0.416 p<2.0x10­16) hér er einnig búið að leiðrétta fyrir aldri við komu. Ályktanir: Fækkun var á komum með útskriftar­ greininguna AOM, en hún var ekki marktæk. Mark­ tæk fækkun var á gjöf ceftriaxons í kjölfar Synflorix bólusetningarinnar. Er þá ekki tekið tillit til þess, að lyfið er notað gegn fleiri sýkingum en AOM. Því má álykta að í kjölfar upptöku pneumókokkabóluefnisins fækkaði marktækt notkun ceftríaxóns, sem bendir til þess að sýkingum af völdum ónæmra pneumókokka hafi fækkað. Changes in protein expression and activation in rat arteriovenous fistula in vitro Signý Malín Pálsdóttir1, Dr. Alan Dardik MD/PHD2 1Faculty of Medicine, University of Iceland, 2Department of Surgery, Yale School of Medicine Introduction: Over 400,000 people were being treated with hemodialysis because of end stage renal disease in 2013. Of these 62.5% had arteriovenous fistula as their vascular access. Arteriovenous fistula are the preferred vascular access for hemodialysis as they are associated with lower infection rates and lower all­cause mortality than other methods of establishing vascular access. The drawback to using arteriovenous fistula is that they need to mature before being used. This maturation involves vessel wall thickening and vessel dilation. Studies today show that up to 60% of arteriovenous fistula do not mature enough to be used. Recent studies have shown that several proteins, including Eph­B4, caveolin­1, Akt­1 and eNOS can affect fistula maturation. The aim of this study was to assess the changes in protein expression and activation in a rat arteriovenous fistula using a novel bioreactor flow chamber. Methods and Materials: A bioreactor flow chamber that can subject an arteriovenous fistula to arterial levels of flow and shear stress was created. A rat fistula made from the jugular vein and carotid artery was placed in the bioreactor and connected to needles. These needles lead to tubing that runs through a peristaltic pump. A media of endothelial basal media and xanthan gum was prepared so that the viscosity of the media is similar to that of blood and used as intra­ and extraluminal fluid. Each sample was ran in the bioreactor for an hour. As a control the other jugular vein was also harvested and kept in static conditions while the sample was in the bioreactor. One sample was analyzed with an immunofluorescence assay to assess the state of the endothelium. A western blot assay was then performed where total amounts of Eph­B4, caveolin­1, Akt­1 and eNOS were assessed. Phosphorylated versions of caveolin­1, Akt­1 and eNOS were also assessed. GAPDH was used as loading control. Results: The immunofluorescence assay showed that the endothelium was not destroyed in the bioreactor.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.