Það bezta - 15.01.1948, Page 17

Það bezta - 15.01.1948, Page 17
ím ÓTRÚLEGUSTU HLUTIR ÚR GLERI 15 leiðslur úr gleri. sem þolir högg og þrýsting, og svo er nýjum raf- suðuaðferðum fyrir að þakka, að það er jafnauðvelt að sjóða leiðslurnar saman og þó að þær væru úr málmi. í efnaverksmiðju voru dælur úr ryðlausu stáli van- ar að endast í nálægt 60 daga. Fyrir þremur árum var skipt á þeim og glerdælum, sem ennþá eru ekki farnar láta neitt á »j*- V ísindamenn Corning-verk- smiðjanna Iiafa búið til kúlu- legur úr gleri. Þær þola þrýst- ing, sem mundi bræða venjuleg- ar kúlulegur eins og vax. Ég sá glergorm, sem við tilraunir Var þvingaður . saman nokkiu' milljón sinnurn. Stálgormur mundi aldrei hafa rétt sig upp aftur; en hér benti ekkert til þess, að slaknað hefði á fjöðr- inni. Ég sá líka miðstöðvarofn úr gleri. Hann var nálægt 50 sentímetrar á hverja hlið og fóðraður með mjög þunnum málmdúk að neðan. Kannske verða húsin hituð upp á þenn- an hátt í framtíðinni — með raf- magnsglerþynnum í veggjum og gólfi. Drykkjarglös úr þessu nýja efni eru mjög sterk. í verksmiðju einni í Iílinois missti ég glas á steingólfið. En í staðinn fyrir að mölbrotna, hoppaði það eins og gúmknöttur þrem-fjórum sinnum, áður en ég gat gripið það. Og það vottaði ekki einu sinni fyrir sprungu á því. Fyrir stríðið var fyrirtækið Libby-Owens-Ford þegar búið að framleiða gler, sem var svo sterkt, að það mátti setja á það lamir og nota fyrir hurðir. Þeg- ar þess konar gler hefur verið valtað nægilega oft, verðttr það svo seigt, að allkröftugar sprengi- kúlur vinna ekki á því.. Þá vekur það ekki minni furðu, hve mikinn viðnámskraft þetta nýja gler hefur gegn mikl- um hita og kulda. Það má taka íshellu, lá ta ;r,úðu úr T uf-f lexgleri ofan á og hella síðan bráðnu blýi yfir hana, og rúðan er al- Veg jafngóð eftir sem áður. I bandaríska hernum er þetta gler notað í Ijóskastara með 800 miilj. kerta ljósmagni. Þó að tuttugu stiga frost sé, þegar slökkt er á Ijóskastaranum, springur glerið ekki. Á stríðsárunum tókst vísinda- mönnunum að framleiða í stór- um stíl fhvolft gler með 100% gagnsæi; það er eins og að Iiorfa

x

Það bezta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Það bezta
https://timarit.is/publication/1957

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.