Það bezta - 15.01.1948, Síða 30

Það bezta - 15.01.1948, Síða 30
ÞAÐ BEZTA • 28 \ eru einnig rædd. undardráttar- \ laust. Börnin fá að taia um þá erfiðleika, sem þau eiga við að stríða á heimikmum, og komast þá að raun um, að „víða er pott- ur brot,inn“. Lítill snáði var skeifing gram- ur yfir því, að mamma hans lét hann þvo matgögnin eftir mál- tíðir. hað særði hégómagirnd iians meira en orð fá lýst. En þessi tilfinning hvarf, þegar aðr- ir drengir viðurkenndu, að þeir gerðu það líka. Hann gekk bros- andi út úr bekknum, þegar tím- . inn var búinn. Annar í hópnum kveinaði sí og æ um það, að faðir Iians liegndi honum fyrir smámuni. En þegar búið var að ræða mál- ið í tímanum, opnuðust augun á honum sniátt og smátt fyrir því, að faðir hans liafði sett honum s\o háleitt markmið, að hver smáskyssa, sem honum varð á, var mikil vonbrigði fyrir föð- ur hans, sem í rauninni þótti innilega vænt um liann. Ef til vill er það einna at- hyglisverðast um Bullis-nám- skeiðin, live einföld þau eru og óflókin. Þar þarf engan kennara með sérmenntun. „Hið eina, sem þessi námskeið þarfnast, er mannleg vera með áhuga á vandamálum mannanna", segir Bullis, „og ákveðinn fjöldi vand- lega undirbúinna kennslu- stunda." Bullis hefur miðað þessi nám- skeið við tólf til þrettán ára börn. Drengir og stúlkur á þeim aldri eru orðin nógu gömul til að hugsa alvarlega um vanda- mál sín, en jafnframt of ung til þess, að þau séu farin að há þeim að ráði. F.n námskeiðið héf- ur einnig verið reynt við bæði ofurlítið yngri og eldri börn með góðum árangri. . Þessi námskeið hjálpa böm- unum til að þekkjæ sjálf sig og gera þeim auðveldara að skilja vandamál sín og annarra, jafn- frarnt því, að þau verða ánægð- ari og athafnasamari. Þau auka á lífsþrótt þeirra og lífsgleði, gefa þeim jafnvægi og dug, og gera þeim mögulegt að öðlast það, sem við mennirnir teljurn eftirsóknarverðast af öllu — hugarrósemi. ★ ÁLIT ÞITT á öðrum er háð áliti þeirra á þér. — B. C. Forbes, JFoman’s llome Companion. '

x

Það bezta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Það bezta
https://timarit.is/publication/1957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.