Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Page 9
Af skaða vér nemnm
hin nýtustn ráð
Það er óumdeilanlegt, að kjörum vinnandi fólks í landinu hefur
hrakað meir síðastliðin tvö ár en nokkru sinni áður á jafn skömmum
tíma. — En það sem er mest vert athygli af öllu er, að heildarsamtök
íslenzkrar alþýðu hafa á þessum tíma ekkert aðhafzt til viðnáms;
þvert á móti hefur forysta þeirra greitt götu ýmiss konar ófarnaði í
búi alþýðunnar, þótt undarlegt sé, fljótt á Iitið.
Hvílík umskipti í lífi heildarsamtaka íslenzkrar alþýðu. — Höfðu
þau ekki árum saman fram til þessa með lifandi árvekni og skjótum
viðbrögðum svarað dýrtíðarárásum auðstéttarinnar og kveðið niður
gengislækkunardrauginn um leið og hann skaut upp kollinum?
Hvað hefur skeð ?
Einfaldlega það, að í stjórn og rekstri Alþýðusambands íslands hef-
ur orðið kúfvending. Þar sem áður var greipt kjörorðið: stéttarleg ein-
ing um daglega hagsmuni verkafólksins án tillits til mismunandi stjórn-
málaskoðana, hefur verið sett nýtt kjörorð, sem Helgi Hannesson núver-
andi forseti Alþýðusambandsins orðaði þannig: „útrýming kommúnista
úr verkalýðssamtökunum“. — En núverandi ritari A. S. í., Ingimundur
Gestsson, útskýrði á síðasta sambandsþingi kjörorðið þannig: „Komm-
únistar, það eru aktivistarnir í verkalýðssamtökunum“.
Sem sé komúnistar skulu kallaðir og meðhöndlaðir sem slíkir, allir
þeir, sem bezt ganga fram (aktivistarnir) í hinu stéttarfélagslega starfi
alþýðunnar, hvað sem stjórnmálaskoðun þeirra líður.
Og hvers vegna skal orðinu ,,kommúnisti“ gefin svona rúm merking í
verkalýðssamtökunum ? Af þeirri einföldu ástæðu, að þeir sem lögðu
þetta kjörorð í munn þeim Helga og Ingimundi, vita að í verkalýðssam-
tökunum eru fleiri trúir og ötulir menn (aktivistar) en kommúnistar.
Takmarkið á bak við kjörorðið er það að vernda og auka pyngju þeirra
er nú hagnast mest á gengislækkun, dýrtíð og ófarnaði alþýðunnar. Til
þessa er nauðsynlegt að fá bugað stéttarsamtök alþýðunnar á einhvern
hátt, en þá þarf að ryðja úr vegi öllum mönnum, sem hún getur treyst
í hagsmunabaráttunni, öllum ,,aktivistum“, og þá er ekki spurt um
stjórnmálaskoðun heldur hitt: stendur þessi maður í vegi fyrir „vin-
samlegri“ eða óvinsamlegri framkvæmd gengislækkunarinnar o. s. frv.!
Og í stað slíkra skulu settir Ingimundar og Helgar.
í kaupdeilunni miklu 1947 um sumarið öskruðu blöð auðstéttarinnar
og agentar: „Kommúnistar", „Rússar“! — Allir vita nú, að hið raun-
verulega ásteytingsefni þeirra var það, að verkalýðssamtökin, sem þá
lutu stjórn sameiningarmanna (,,aktivistanna“) voru að hrinda af sér
Vestur-Evrópu landanna er einbeitt að
undirbúningi styrjaldar, blómgast hagur
verkalýðsins í alþýðulýðveldum Austur-
Evrópu við friðsamleg störf í þágu framtíð-
arinnar.
*
„Framleiðsla kjarnorkusprengjunnar var
upphafið að endalokum amerísku stórvelda-
stefnunnar. Hún setur traust sitt á sprengj-
una, en ekki á fólkið. Það verður ekki hún
sem tortímir fólkinu, heldur fólkið sem tor-
tímir henni." (Mao Tse Tung.)
*
Frá Río de Janeiro berast fregnir um að
nýlega hafi 2000 iðnaðarverkamenn frá For-
taleza í fylkinu Ceara gert verkfall, sem
lyktað hafi eftir fjórtán daga með miklum
árangri fyrir verkamenn. — Kröfur þeirra
voru: 100% launahækkun, tafarlaus greiðsla
á vangreiddum vinnulaunum og ógilding ó-
hagstæðra ákvæða um vinnuskilyrði. — At-
vinnurekendur gengu að kröfunum í megin-
atriðum. —• Þennan mikla sigur ber að
þakka öflugum samúðaraðgerðum viðkom-
andi verkalýðssambands, sem er deild í
Verkalýðssambandi Brasilíu.
*
„Þið (óánægðir verkamenn hjá Ford)
segið að vinnuhraðinn sé óhóflegur, fyrir-
tækið segir nei. Hverjum á eg að trúa? —
(Walter Reuther.)
Mál verkalýðsins á Alþingi
Togaravökulögin
Strax og Alþingi kom saman fluttu þeir
Sigurður Guðnason og Einar Olgeirsson að
nýju frumvarp um 12 stunda hvíld togara-
sjómanna.
Þrátt fyrir það þó togaraverkfallið stæði
þá enn, og samþ. Alþingis á þessu frv. hefði
sennilega getað leitt til skjótrar lausnar
þess, velktist frumvarpið um mánaðartíma í
þingnefnd. Og þegar nefndin svo skilaði
áliti, lagði meiri hluti hennar til að frumv.
yrði vísað frá með eftirfarandi, fáránlegri,
dagskrártillögu:
„Þar sem Alþingi hefur þegar sett lög um
lágmarkshvíldartíma háseta á botnvörpu-
skipum og aðilar hafa nýlega orðið ásáttir
um að gera nánari ákvörðun hvíldartímans
að samningsatriði, telur deildin ekki rétt að
svo stöddu, að ríkisvaldið hafi frekari af-
skipti af þessu máli, og tekur fyrir næsta mál
á dagskrá." '
VlNNAN OG VERKALÝÐURINN
3