Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Síða 17
/Ó N JÓHANNESSON:
H átíða-
búningur
kvenna á
miðöldum
tók hún að halda hátíölegan 25. des. sem hinn sanna fæðingardag Jesús Krists.
Þegar stundir liðu, tók kirkja Austurlanda einnig upp hátíðahöld þennan dag,
og var hann lögfestur sem fæðingardagur Krists í Antíokkíu árið 375.
Kristinn Sýrlendingur ritar á einum stað um þær orsakir, sem urðu til þess,
að kirkjan tók upp hátíðahöld á jólunum. Hann segir: „Orsakir þess, að kirkju-
feðurnir lögðu niður þrettándahátíðina og tóku upp hátíðahöld þann 25. des.,
voru þessar. Það var siður heiðingja að halda hátíðlegan fæðingardag sólar-
innar þann 25. des. og kveikja þá Ijós hvarvetna í hátíðaskyni. Kristnir menn
tóku þátt í þessum hátíðahöldum. Þegar leiðtogar kirkjunnar komust að því,
að kristnir menn aðhylltust þessa hátíð, skutu þeir á ráðstefnu og ákváðu, að
þessi dagur skyldi talinn hinn sanni fæðingardagur Krists, en þrettándinn
haldinn helgur til minningar um opinberun dýrðar hans. Samkvæma fornri
venju hefur þess vegna haldizt, að eldar væru kyntir, þangað til þann sjötta.“
Ágústínus (354—430) kirkjufaðir viðurkennir hreinlega, að jólin séu upp-
haflega heiðin hátíð, og hvetur kristna meðbræðui sh i3 til þ iss að halda þau
ekki hátíðleg eins og heiðingjar sólinni til dýrðar, heldur þeim, sem skóp
Á Norðurlöndum er jólahátíðin miklu eldri en kristindómurinn þar um
slóðir, en hin heiðnu norrænu jól áttu auðvitað ekkert skylt við dýrkun gyðj-
unnar Míþra eða persneskan átrúnað. Mönnum kemur ekki gjörla saman um,
hvað norræna heitið jól merkir, en á öðrum málum eru jólin nefnd messa
Krists (e. Christmas). Algengust mun skýring sú, að jól sé skylt mánaðar-
heitinu ýlir (= janúar) og orðinu él. Jól ætti þess vegna að tákna ártíð hríða
og bylja. Kaldranalegt heiti á þessari ginnhelgu hátíð. Norðurlandabúar
höfðu fremur óljósar hugmyndir um lífið eftir dauðann, en þeir álitu þó, að
langt í norðri og niður í undirdjúpunum byggju sálir framliðinna við þröng-
an kost. Oðru hverju vitjuðu þær mannheima og reyndu að komast í samband
við lifendur. Á næturnar, þegar kyrrð var komin á, fóru vofurnar á kreik
og sveimuðu um þá staði, þar sem þær höfðu dvalið í lifenda lífi, þangað til
haninn gól. Skammdegið var uppáhaldstími hinna framliðnu. Þá leituðu þeir
einkum þeirra staða, þar sem þeir höfðu búið í líkamanum, og menn urðu að
þoka fyrir þeim eina nótt á ári (á jólanóttina) og lofa þeim að njóta fornra
heimkynna. Til þess að komast hjá reiði þeirra og forðast refsiaðgerðir af
þeirar hálfu, urðu menn að undirbúa komu þeirra og taka vel á móti þeim,
prýða hýbýlin eftir beztu föngum og slá upp veizlu þeim til heiðurs. Af þess-
ari hátíð eru hin norrænu jól sprottin.
VÍSNABÁLKUR
BreiSfirzkir órabátar
1
Þarna syngur kvik og kát
kvœðahendinguna
aldan kringum árabát
inn við lendinguna.
2
Hajið greiðir hadd við sker,
hrönnum eyða látur;
gott er leiði, leiktu þér
litli veiðibátur.
3
Titrar rökkur, tómlátt hrökkva
tár úr mökkvanum;
þarna sökkur djúpið dökkva
dimma nökkvanum.
Þrísiikla
Felur móða farna slóð,
fölnar gróður dagsins,
tárast blóði heitu hljóð
huldur sólarlagsins.
Tví-skorhenda
Burtu hviklát hverfa ský,
hví skal hika þegar
stilltu bliki stjarna ný
stajar ryk þíns vegar?
Að sumbli
Sit ég Borgar sölum í,
sýp í Borgar Ijósi
svikið Borgar-champagní,
síðan borgar Dósi.
Sorg í abstrakt
Flœkingsþulu fram ég græt;
jlóir í gulum tárurti
léreftsdulusíldin sœt,
sorgar hulin bárum.
Amúrates hilmir hét,
hann um guð ei skeytti;
andskotanum Mahómet
mesta þjónkun veitti. y
Ur Amúrates-rímum. Höf. ókunnur,
11
VlNNAN OG VERKALÝÐURINN