Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Page 18
Frá stjórnarkosnmgnm
Sjómamiafélags Reykjavíkur
Skilið auðu
Svo sem alkunnugt er orðið hafa menn þeir er
um langt skeið hafa stjórnað Sjómannafélagi
Reykjavíkur setið þar við völd í fullri óþökk sjó-
manna almennt enda varið völd sín fyrir sjó-
mönnum með aðstoð hundraða manna úr ýms-
um stéttum úr iandi, manna, er hafa félagsrétt-
indi í stéttarfélagi sjómanna vegna rangra skipu-
lagshátta og láta yfirleitt ekki sjá sig á félagsfund-
um nema þegar þeir eru kallaðir til að verja völd
sæmundanna og sigurjónanna í félaginu fyrir hin-
um eiginlegu félagsmönnum: sjómönnunum.
Þetta hefur þeim landherforingjum útgerðarauð-
valdsins í Sjómannafélagi Reykjavíkur tekizt í
skjóli þess kosningafyrirkomulags sem hér skal
lýst:
1. Á fundi í Sjómannafélagi Reykjavíkur er
kjörin nefnd til að ákveða uppstillingu tveggja
manna í hvert sæti á lista við stjórnarkjör. Fund
þennan heldur stjórn félagsins yfirleitt ekki nema
þegar sjómenn eru sem mest fjarverandi og geta
ekki sótt fund. Þannig tryggir hún sér menn þá
er fundurinn kýs í uppstillingarnefnd.
2. Þegar uppstillingarnefnd hefur lokið starfi
kallar stjórn S. R. saman félagsfund er stillir
þriðja manni í hvert stjórnarsæti. Fundur þessi
er haldinn að jafnaði á þeim tíma er félags-
t Reykjavikurhöfn
stjórninni kemur bezt en sjómönnum verst eins
og fyrri fundurinn. Þannig ræður stjórnin sjálf
yfirleitt hverjir eru í stjórnarkjöri. Sjómönnum
er raunverulega varnað þess að hafa nokkur áhrif
á þetta.
Af sérstökum ástæðum henti það undur á þessu
félagsheimili í fyrra, að sjcpnenn komust nógu
margir á félagsfund til þess að geta stillt einum
manni af þremur í hvert stjórnarsæti. Sjómönn-
um var við þessar kosningar neitað um að fá af-
not kjörskrár ennfremur að fá fulltrúa til að fylgj-
ast með kosningunni; loks var þeim einnig neit-
að um að hafa fulltrúa við talningu atkvæða og
kosningatilburðir landklíkunnar voru það ófrjáls-
mannlegar að allir sáu sekt hennar.
Þrátt fyrir svona meðhöndlun á rétti sjómanna
í kosningunum í fyrra hafði atkvæðakassi land-
hersklíkunnar það trúnaðarmál að geyma, er
henni líður seint úr minni. Að þessu sinni leið
heill mánuður fram yfir venjulegan tíma áður en
kosning uppstillingarnefndar fór fram, því sjó-
menn voru í landi vegna verkfallsins. Loks var
svikist að sjómönnum með því að safna óvígum
her landmanna á fund til að kjósa uppstiflingar-
nefnd og í fundarboði vandlega þagað yfir því að
þessi nefndarkosning væri á dagskrá. Á síðari
fundinum sem stilla skyldi upp þriðja manni í
hvert stjórnarsæti var einnig smalað landher en
sjómenn þá almennt komnir út á sjó.
Fer hér á eftir ávarp nokkurra sjómanna er lýs-
ir skoðun þeirra á yfirstandandi stjórnarkjöri S.
R. og afstöðu þeirra:
I tilefni þess stjórnarkjörs, sem nú fer fram í
Sjómannafélagi Reykjavíkur viljurn við nokkrir
togarasjómenn taka fram eftirfarandi:
Uþpstillingarnefnd sú er ráðið hefur tveimur
af hverjum þrernur sem nú skal kosið um i stjórn
félagsins, var kosin á fundi, er hundruðum land-
manna var smalað á af fráfarandi félagsstjórn í
þeim tilgangi að bera sjóm. ofurliði í atkvatða-
greiðslu og hindra þar með áhrif þeirra á kjör
uppstillingarnefndarinnar. Þetta var gert án þess
að málið hefði verið auglýst í dagskrá í fundar-
boði, á sama landmannafundi sem látinn var
ráða úrslitum í togaradeilunni gegn vilja og hags-
munum togarasjómanna.
Sá félagsfundur sem stillti upp i þriðja sætið
var einnig fundur landmanna, haldinn þegar vit-
að var að sjómenn gátu ekki sótt fund. — Af þessu
má sjá að enginn hinna 15 manna, sem eru i kjöri
nú til stjórnar i Sjómannafélagi Reykjavikur, eru
bornir fram af sjómönnum, og er það mála sann-
12
VlNNAN OG VERKALÝÐURINN