Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Qupperneq 22
indinu, sem varðar sjálfan hann gamlan, er þar
bjartsýni og þakkarhugur. Draumar hans og óska-
skip handa þjóðinni eiga að sigla hvert haf og
lenda síðan í feginshöfnum átthaganna.
En daprari geta Ijóð hans verið:
Á fjallstindi er fölnunarblærinn
af fjarandi dagsljósi og komandi nótt,
og skuggsjá þú skjálfandi særinn
af skýlofti því, sem er haustnáttarótt,
og innstreymu öldurnar þínar
mér úrvinda fylgja sem vogrek í land.
Hvort eru það útþrárnar mínar
frá erindisleysu að hníga við sand?
Orsökin er sú, þó að lágt fari, að hann saknar
þess þjóðlífs sveitar sinnar, sem nú er að liverfa
eða horfið.
Inni fyrir er eitthvað klökkt og sárt, en kvæðið
er haustnáttarótt eins og ský, sem speglast í skugg-
sjá hafs, og fegurð einlægninnar er djúp.
í hljóðri einlægni reynir hann að sjá fram í
tímann í heimabyggðum sínum, og án gildrar
ástæðu bregzt lionum ekki andartak bjartsýnin.
í sama kvæði sem skáldið telur fjörðinn sinn
eiga óeydda orku og hamingju þeirra skörunga,
sem eru látnir og menn sakna, grípur hann þó
undarlegur uggur með „fjarandi dagsljósi og
komandi nótt“, og óvart leiðir hann hugann að
„höggstokknum danska í landráðasveit“. Honum
finnst líkast sem landráðamorðin í Skálholti eigi
eftir að endurtakast, Jón Arason verði höggvinn
oftar:
Hvort er liún ei gengin sú ganga,
svo göfug, en harmsamleg, fjörðurinn minn,
sem gerði þín líkfylgdin langa
í legreit til Hóla með biskupinn þinn?
I sama kvæði sem skáldið telur fjörðinn sinn . .
Þegar við hugleiðum, að hernaðarofstækið, sem
Stefán yrkir um í Heimleiðis, Vígslóða og víðar,
færist dag frá degi í auka og heimtar morð, getur
enginn verið svo bjartsýnn, ekki einu sinni Stef-
án, að íslandi verði jafnan hlíft.
Við trúum á framtíðina. Við treystum því einn-
ig, að þjóð okkar verði að því leyti rík, eins og
með yfirlæti var sagt, „að hún eigi menn að missa
/ missa meiri og betri en aðrar þjóðir.“ En við
viljum ekki missa þá. Við viljum ekki láta líflát
Hólafeðga fyrri hervaldsböðli endurtakast.
Til þess var Klettafjallaskáldið að vara okkur
við helstefnu auðvaldsins eins og hann liafði
kynnzt henni voðalegastri og vesturheimskastri.
16
SVERRIR KRISTJÁNSSON:
Að áramótum
Hugleiðingar um alheirnsmál
Nú hefur 20. öldin runnið skeið sitt hálft. Ár-
ið, sem er að líða hefur verið viðburðaríkast allra
ára síðan heimsstyrjöldina síðari leið. Aldrei hafa
átökin verið harðari, og á þessum áramótum á
öldinni miðri spyrja menn skelkaðir, livort ný
heimsstyrjöld sé í vændum og ótti grípur hugi
manna við livert skref, sem heimssagan stígur.
Hin breytta taflstaða
Það mun ekki leika á tveim tungum, að þeir
viðburðir, sem gerðust á síðara hluta árs 1949 í
Asíu, stofnun hins kínverska alþýðuríkis, hafi
breytt svo allri taflstöðu heimsstjórnmálanna, að
síðan liafa menn orðið að endurskoða mat sitt á
öllum högum og háttum alþjóðlegra samskipta.
Fyrst í stað fór því þó fjarri, að menn hafi al-
mennt gert sér grein fyrir þeim umskiptum, er
urðu með sigri alþýðuhreyfingarinnar kínversku.
Á Vesturlöndum og í Ameríku voru menn orðnir
því svo vanir, að Kína og Austur-Asía væru póli-
tísk tómarúm, án áhrifa á umheiminn, og litlu
skipti, hvað gerðist á þeim slóðum. En viðburðir
síðustu vikna munu hafa fært vestrænum mönn-
um heim sarininn um það, að hér höfðu orðið
aldaskipti. Þegar
kínverskir herir
stöðvuðu sókn
bandarískra herja
og bandarískra
leppa í Kóreu, þá
var það tákn þess,
að Asía ætlaði
ekki lengur að
þola fulltrúum
hins hvíta imperí-
alisma að regsa og
ráða að fornum
hætti í heimahög-
um hinna aust-
rænu þjóða. Hin
gömlu nýlendu-
veldi Evrópu virð-
VlNNAN OG .VERKALÝÐURINN