Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Qupperneq 23

Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Qupperneq 23
Vestrœnt heiðingjatrúboð i Asíu. (Úr Neues Deutschland.) virðast þegar hafa skilið að nokkru hin pólitísku aldaskil, sem kínverska byltingin hefur þegar valdið. Bandaríkin hafa til þessa virzt nokkuð treg til skilnings í þessit efni, en líklegt er, að raunveruleiki hernaðarlegra og pólitískra við- burða komandi vikna muni tendra þeim Ijós til skilningsauka á ltinni breyttu taflstöðu heims- veldanna. Kalda stríðið að leiðarlokum Allt frá þeiiTÍ stundu, er hinni síðari lteims- styrjöld lauk, hafa Bandaríkin leitazt við að ein- angra Ráðstjórnarríkin og hlaða múr á milli þeirra og umlteimsins. Bandaríkin virðast hafa ætlað sér þá dul að gera Ráðstjórnarríkin áhrifa- laus á þróun lieimsmálanna eftir styrjöldina. Og ekki nóg með það. Þau héldu, að {reirn mundi takast að afstýra liinni pólitísku og félagslegu þróun nútímans til sósíalisma í öllum löndum utan endimarka Ráðstjórnarríkjanna. Allar fé- lagslegar og pólitískar hreyfingar, sem vaknað hafa eftir styrjaldarlokin, hvar sem var í heirnin- um, urðu í hinum bandaríska áróðri að djöful- legum vélabrögðum rússneska utanríkisráðuneyt- isins. Bandarískir leiðtogar virðast alls ekki geta skilið, að undirokaðar stéttir auðvaldsheimsins og kúgaðar þjóðir liins gamla nýlenduheims fái risið upp til að heimta frelsi sitt nema eftir vald- boði frá Moskvu. Leiðtogum Bandaríkjanna virð- ist vera varnaður allur skilningur á djúptækum sögulegum fyrirbrigðum okkar tíma. Þeir skipa því öllum frelsishreyfingum nútímans á bekk með hinum pólitíska erfðafjanda sínum í Ráð- stjórnarríkjunum, og á þann hátt hefur þeim tek- izt að samfylkja gegn sér höfuðvígi sósíalismans, Ráðstjórnarríkjunum og hverri einustu hreyf- ingu, sem berst fyrir pólitísku og félagslegu frelsi á jörðinni. Af þessu hefur einnig leitt það, að Bandaríkin hafa orðið að svínfylkja öllu því aft- urhaldi, sem upp verður grafið á jörðinni, jafnt í nýlendum sem sjálfstæðum auðvaldsríkjum. Hvergi ber liðsbón Bandaríkjanna árangur nema meðal fulltrúa deyjandi og úrkynjaðra stétta. Sag- an er alls staðar s*ú sama, á Spáni og á Grikk- landi, í Kína og Japan. I 5 ár hafa Bandaríkin háð sitt kalda stríð við Ráðstjórnarríkin og öll Jaau öfl í öðrum lijndum, er af sögulegri nauðsyn hafa háð baráttu sína til að hrista af sér hlekki auðvaldsánauðarinnar. Bandaríkin hafa komið sér upp fullkomnara og þéttriðnai'a herstöðvakerfi en dæmi eru til um nokkurt einstakt ríki í veraldarsögunni. Þetta kerfi hringar sig eins og bandormur um Ráð- stjórnarríkin. Þau hafa stofnað hernaðarbandalag með ríkjurn Vestur-Evrópu, „Atlanzhafsbanda- lagið“ og búið þessi ríki vopnum í svo stórum stíl, að dæmalaúst er. Þessi vígbúnaður Vestur- Evrópu hefur truflað allt atvinnukerfi bandalags- ríkjanna og gert að engu allar vonir þeirra um atvinnulega endurreisn. í faðmi hinnar banda- rísku Marshallhjálpar hefur efnahagslegt líf hinna vestrænu ríkja verið kæft, atvinnuleysið Sjálfsblekking. — „Ekki verður kastað kjarnorkusprengju á okkur, ópólitískt fólk.“ (Úr Neues Deutschland.) VlNNAN OG VERKALÝÐURINN 17

x

Vinnan og verkalýðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.