Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Síða 24

Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Síða 24
hefur fylg't Marshallhjálpinni eins og skugginn eltir sól. Loks hafa Bandaríkin breytt Sameinuðu þjóðunum í ósjálfstæða stjórnardeild bandaríska utanríkisráðuneytisins og eru komin vel á veg með að gera Sameinuðu þjóðirnar að sams konar stofnun og Heilaga bandalagið var á 19. öld að böðli og lögregluliða hins pólitíska afturhalds gegn frelsishreyfingu þjóðanna. Þetta er í stuttu máli árangurinn af 5 ára köldu stríði Banda- ríkjanna gegn heimskommúnismanum. Fyrir tæpum sex mánuðum kviknaði í tundurþræðin- um, sem Bandaríkin höfðu lagt að púðurtunnun- um. Borgarastyrjöldin í Kóreu varð Bandaríkj- unurn kærkomið tilefni til að sýna hernaðarmátt sinn á þeim slóðum, þar sem þau töldu að garð- urinn væri lægstur. Síðan í júnílok hafa Banda- ríkin háð styrjöld við Kóreumenn. Það ríkið, sem mest hefur lagt til hernaðaxþarfa eftir styrj- öldina og gleiðgosalegast talað um yfirburði kjarnorkusprengju sinnar og hertækni, liefur nú um hálfs árs skeið haft tækifæri til þess að sýna bandamönnum sínum hvers það er megnugt í styrjöld. Eg hygg að það sé ekki ofmælt, að sjald- an hafi stórveldi farið slíkar hrakfarir gegn mátt- arminni andstæðing en Bandaríkin í Kóreustyrj- öld sinni. Bandaríkin hafa nú fengið smérþefinn af því hvað það er að berjast við þjóð, sem heyir baráttu fyrir frelsi sínu, þótt lítt sé búin vopnum. Þegar hinar bandarísku sveitir flýja nú sem skjót- ast suður Kóreuskaga, þá mættu leiðtogar Banda- ríkjanna minnast þess, að „heita stríðið“ er ekki eins auðvelt og hnökralaust og ætla mætti af orð- um þeirra og ummælum hin síðari ár. Bandaríkin hafa verið vanin við styrjaldarmöguleikann sem sjálfsagðan hlut, styrjöldinni við „heimskommún- ismann“ hefur verið lýst sem skemmtilegu, tækni- legu ævintýri, þar sem hinar amerísku hetjur þyrftu ekki annað en að þrýsta á hnapp, kasta nokkrum kjarnorkusprengjum til þess að allur „Sjáðu, mamma, hvað ég hef teiknað fallega dúfu.“ „Hamingj- an hjálpi pér, drengur, eyðileggðu þelta strax og láttu engan sjá þetta, svo þú verðir ekki tekinn fastur fyrir kommúnisma (Úr Neues Deutschland.) Alþýðnsambandsþing móÉ- mælir afskiptum atvinnurek- enda af innri málum verka- lýðssamtakanna 22. Alþýðusambandsþingið samþykkti eftirfar- andi tillögu, er borin var fram af Sigurði Guðna- syni, formanni Dagsbrúnar, og mörgum öðrum: „22. þing ASÍ mótmœlir harðlega liverskyns afskiptum atvinnurekenda af innri málefnum verkalýðssamtakanna, svo sem afskiptum af kosn- ingum í verkalýðsfélögunum. Sérstaklega fordœmir þingið tilraunir einstakra atvinnurekenda og verkstjóra til þess að nota at- vinnuleg völd sín til að hafa áhrif á atkvœða- greiðslur verkafólks, m. a. með stofnun pólitískra félaga innan samtakanna i þeim tilgangi að tryggja ákveðnum hópi sambandsmeðlima at- vinnuleg sérréttindi. Þingið skorar á öll verkalýðsfélög að vera vel á verði gegn öllum tilraunum í þessa átt og standa saman sem einn maður um þá meðlimi samtak- anna, sem kunna að verða beittir atvinnu- og skoðanakúgun af hálfu atvinnurekenda eða full- trúa þeirra.“ heimurinn félli þeim til fóta. Kóreustyrjöldin ætti að hafa fært Bandaríkjunum sanninn um það, að leiðin frá landsenda Kóreu til Jarlúfljóts, er æði löng amerískum her, þótt vélbúinn sé, en þó er leiðin lengri til amerískra heimsvalda. Hvað er framundan? Síðustu viðburðir Kóreustyrjaldarinnar hafa í fyrsta skipti skapað nokkurn glundroða í herbúð- um þeirrar samfylkingar, sem Bandaríkin hafa skapað, síðan þau hófu sitt kalda stríð fyrir 5 ár- um. Máttugasti bandamaður Bandaríkjanna, Bretaveldi, hefur hina síðustu daga látið í 1 jós nokkurn ugg og ótta yfir því, hvað verða mundi, ef Bandaríkin binda meginþorra herafla síns í slíku útnesi sem Kóreu eða flæki sér í vonlausa styrjökl við Kína. Vígreifustu menn Bretlands, svo sem Churchill, vara Bandaríkin við þeirri liættu, að Asíustyrjöld mundi gera Vestur-Evrópu berskjaldaða, ef svo skyldi takast, að Rússar lentu í styrjöld vegna skuldbindinga sinna við Kína. Það er von að Bretar óttist þessa hættu. En það er einnig von mannkynsins, sem þráir frið, að þær þjóðir, sem hafá glæpzt til að bindast Bandaríkj- unum hernaðarbandalagi, sjái að sér í tíma og 18 VlNNAN OG VERKALÝÐURINN

x

Vinnan og verkalýðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.