Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Page 25

Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Page 25
Á R N I Ú R E Y J U M : Tvö kvæði úr verinu Vermenn í vertíðarbyrjun að vestan og austan þeir vista sig hér — upp á part. (Þeir fóru á síld i fyrrasumar og fengu að reyna margt, en síldin, hún brást á síðasta ári og sumarhýran varð smá, og haustið lenti í sukki og svalli, í svanginn þurfti að slá.) Til Eyja með Laxfossi klénir og kaldir þeir komu i febrúarlok, réðust á skip — en lágu i landi, því lengst af var austanrok. Á laugardagskvöld fyrir páska þeir lentu í landlegu, drykkju og slag, héldu svo koju, með hausverk og þynnku heilagan páskadag. En stundum fengu þeir góða glefsu, er gaf á hin fengscelu mið, og bjartsýni kenndu, er blikaði þorskur við borðstokk, — hvitur á kvið. Þið, vermenn, sem komuð að.vestan og austan og vistuðust hér upp á-part, — þið farið eflaust á sild i sumar og sjáið og reynið þár margt. í laumi, á skilnaðardegi drýpur duggunarlítið tár, ----en ef til vill fáum við aftur að finnast i febrúar nœsta ár? geri hinu mikla stórveldi Vesturheims það ljóst, að þær muni ekki verða því fylgispakar til víg- gengis í því stríði, sem Bandaríkin eru að reyna að gera að forleik hinnar 3. heimstyrjaldar. Frá Eyjum Bróðir vor, þorskurinn Hann kemur með uorinu, gljáandi gulur i glampandi þúsundamergð. Það er þetta sífellda, eilífa eðli: að œxlast — sem rœður hans ferð. Eflaust. er vit hans í lélegra lagi og litið um. hugsjónaskraut; þó kemst hann alltaf víðis um vegu, þá vissu og réttu braut. Löngum er rómuð hans gíruga grœðgi i gómsæta loðnu og síld. Við botninn hann veltist í velsœlumóki, þegár vömbin er troðin og kýld. Þó er það hann — þessi skynlausa skepna, sem skapar oss auðlegð og völd; sem reisir i landinu byggðir og bæi og borgar vor daglegu gjöld. Hann gaf oss frá útlöndum ávexti nóga — Jnn alkunnu C-vitamin. En núna við fáúm — með tiföJdurn tollum tóbak iog brennivin. VlNNAN OG VERKALÝÐURINN 19

x

Vinnan og verkalýðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.