Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Side 26
Sitt af hver Ju
Jósef Krips, stjórnanda filharmónisku
hljómsveitarinnar í Vín, var synjað um dval-
arleyfi af amerískum yfirvöldum er hann
kom til New York s.l. sumar og varð að
snúa við til Evrópu aftur. En honum hafði
verið boðið af amerískum listbræðrum að
stjórna Sinfoníuhljómsveit Chicago-borgar.
Yfirlýsing hans um það að hann tilheyrði
engum stjórnmálaflokki og að hann væri að-
eins listamaður var ekki tekin til greina.
*
Einn af mörgum góðum eiginleikum bý-
flugunnar er hreinlæti. Hún þolir ekki nein
minnstu óhreinindi í húsakynnum sfnum.
Fyrir kemur að snígill villist inn í býkúp-
una og staðnæmist þar. Þá ráðast býflug-
urnar strax á þennan óhrjálega og óvel-
komna gest og drepa hann með broddi sín-
um. En af því að snígillinn er alltof stór til
þess að flugumar geti komið lionum út og
þær vita að hann muni rotna og eitra fyrir
þeim andrúmsloftið, þá taka þær sig til og
þekja hann með vaxi sínu. Og þar fær hann
svo að liggja balsameraður upp frá því.
*
Fyrir 96 áruin boðaði kaþólska kirkjan
trúarsetninguna um hreinleikafrjóvgun jóm-
frú Maríu. Nú hefur páfinn boðað nýja trú-
arsetningu um líkamlega himnaför jómfrú-
arinnar strax eftir dauðann. Páfinn lét fara
fram atkvæðagreiðslu meðal kaþólska bisk-
upa um þetta mikilvæga atriði og var himna-
förin samþykkt með miklum atkvæðamun.
Það getur verið býsna þægilegt að ákveða
þannig „sögulegar staðreyndir‘“ með at-
kvæðagreiðslu.
*
Það eru sjálfsagt ekki margir sem hafa
hugsað út í það hvemig kóngulóin fer að
Steinþór
Guðmundsson
sextugur
1. desember s.l. varð Steinþór Guðmunds-
son kennari sextugur.. Steinþór er einn af
fyrstu og atkvæðamestu brauðtryðjendum
sósíaliskra lífsskoðana hér á landi. Hann
hefur frá fyrstu jafnan staðið í fremstu víg-
línu í baráttunni og verður eigi enn séð, að
baráttuþrek hans og frábærir eiginleikar í
starfi hafi látið á sjá. Þessum ágætismanni
eiga íslenzk verkalýðssamtök upp að unna
meira en reynt verður að lýsa hér. Megi
þau njóta atgervis hans og mannkosta sem
allra lengst.
þvi að spinna net sitt milli tveggja trjáa,
þegar lækur er á milli, sem hún kemst ekki
yfir. Þá hagar hún sér eins og reyndur eðlis-
fræðingur og af slíkri þolinmæði að margir
gætu öfundað hana af. Hún spinnur þráð,
ekki einfaldan eins og venjulega, heldur tvö-
faldan, festir annan enda hans í tréð, sem
hún er í, lætur hinn lafa og bíður þess að
hjálpsamur vindgustur feiki honum yfir í
hitt tréð svo að hann festist þar. Þegar
þetta hefur gerzt, skundar hún eftir þræð-
inum yfir í tréð hinumegin og festir hann
þar betur í mátulegri hæð. Síðan tekur hún
til við að vefa net sitt.
*
Um miðjan nóvember bárust fréttir frá
Canberra af verkfalli 26.000 hafnarverka-
manna og stöðvun á afgreiðslu 2000 skipa
af völdum þess. Skýrt er ennfremur frá
því, að flutningaverkamenn hafi gripið til
samúðaraðgerða með miklum árangri, eink-
um í Suður-Ástralíu.
20
VlNNAN OG VERKALÝÐURINN