Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Page 33

Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Page 33
B. Degtyarev, fulltrúi Ríkisútgáfunnar fyrir börn i Ráðstjórnarríkjunum, i hópi ungra bókavina. Síðan strauk hann kampana og sagði eitthvað lágri rödd. Webster virtist ekki hafa tekið eftir Percy, fyrr en hann tók til máls. Hann var ennþá með allan hugann við að snyrta sig eftir ferðina. En þegar hann heyrði þessa lágu athugasemd, þeyttist hann beint upp í loftið, og þegar hann kom auga á Percy, lagði hann kollhúfur aftur í hnakka, og bardagagleðin kviknaði samstundis í augunum. Það varð stutt þögn. Kettirnir horfðust í augu. Þá endurtók Percy ummælin svolítið hærra, og veifaði skottinu til frekari áherzlu. Og frá þeirri stund sagðist Lancelot hafa getað fylgzt með sam- talinu orð fyrir orð, eins og hann hefði ekki gert annað um dagana en læra kattamál. Hann segir, að eftirfarandi samtal hafi farið fram: Webster: Hver — ég? Percy: Já, þú. Webster: Er livað? Percy: Þú heyrðir það. Webster: Jæja, svo þú heldur það? Percy: Einmitt. Webster: Einmitt? Percy: Einmitt! Komdu hérna upp í gluggakist- una, og ég skal éta það sem eftir er af eyranu á þér. Webster: Huh! Hver heldurðu eiginlega að þú sért? Percy: Komdu bara ef þú þorir! Webster: (sótroðnar) Ef ég þori? Ég hef nú aldrei heyrt aðra eins ósvífni. Svona bull! Ég get bara trúað þér fyrir því, að ég hef étið þér betri ketti í morgunverð. (Snýr sér að Lancelot.) Viltu halda á jakkanum mínum meðan ég jafna gúlana á lionum. Svona, ljúfurinn — komdu bara! í sömu andrá heyrðist lágur þytur í loftinu, og Webster var kominn í fulla sókn. Andartaki síðar VlNNAN OG VERKALÝBURINN 27

x

Vinnan og verkalýðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.