Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Blaðsíða 34

Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Blaðsíða 34
íell niður úr gluggakistunni og á bókasafnsgóifið einhver óskapnaður, sem var einni líkast svona sautján köttum í föstum faðmlögum . . . Kattábardagi er undir ölluin kringumstæðum þess virði að horfa á hann, en þó bætti Lancelot því við, að þó þessi slagur væri með þeim beztu sem hann hefði séð, þá liefði þó athygli sín ósjálf- rátt beinzt ennþá meira að biskupinum af Bongo- Bongo. í fyrstu lotunni hélzt guðræknissvipurinn óbreyttur á andiiti biskupsins, og af því varð ekki annað lesið en skelfing og viðbjóður. „Og þú líka, Brútus sonur minn,“ virtist hann hugsa, meðan hann liorfði á eftirlætið sitt mæta árás Percys með einhverju, sem var einna líkast svona sextán framlöppum í einni bendu. En allt í einu virtist vakna hjá honum allt að því trúarlegt stolt yfir hugrekki og manndómi Websters, og liinn gamli og góði íþróttaandi, sem blundar í öllurn mönnum, sagði til sín. Hann lielblánaði í andliti og augun geisluðu af bardagahug og hann liopp- aði í kringum áflogahundana og uppörvaði Web- ster bæði með orðum og tilburðum. „Prýðilegt! Ágætt! Bravó, Webster!" „Langaðu honum einn með vinstri löppinni, Webster!“ hrópaði Lancelot. „Já, einmitt!“ bergmálaði biskupinn. „Svona —■ kálaðu honum nú, Webster!“ „Já, endilega!“ sagði biskupinn. „Að vísu kann- ast ég ekki við orðatiltækið, en mér finnst það vel viðeigandi þessa stundina. Heyrirðu það, Webster — kálaðu honum!“ Það var einmitt á þessu sama andartaki, sem lafði Widdrington kom inn í stofuna. Hún hafði runnið á hljóðið. Hún kom rétt mátulega til að sjá Percy svífa í fagurlegum boga upp í glugga- kistuna, og Webster fast á hælum hans. Percy var fyrir löngu kominn að raun um, að þarna hafði hann færzt meira í fang en hann var maður til að efna, og það eina sem hann þráði þessa stunclina, var að komast bnrt — sem allra lengst burt frá Webster. En blóð Websters sauð og kraumaði ennþá, o'g á óhljóðunum utan við gluggann mátti greina, að bardaginn væri enn í fullum gangi. Lafði Widdrington stóð eins og steini lostin. Þegar hún sá svona farið með eftirlætið sitt, stein- gleymdi hún öllum hjónabandshugleiðingum samstundis. Nú var liún ekki lengur hin rólynda og útreiknaða kona, sem ætlaði sér að teyma bisk- upinn upp að altarinu, þó hún yrði að svæfa hann fyrst klóróformi — nú var liún bálreiður og helsærður kattareigandi. Hún sneri sér að biskup- inum, og augu hennar skutu eldingum. „Hvað á þetta eiginlega að þýða?“ spurði lnin valdsnrannslega. Biskupinn var líka orðinn æstur, og svaraði henni fullum hálsi: „Þetta bölvað kattarillirmi yðar varð sér sjálft úti um þessa meðferð. Og það verður ekki annað sagt, en að Webster hafi laskkað rostann í hon- um!“ „Ja, hvort liann gerði það!“ sagði Lancelot. „Drottinn minn dýri — vinstri lappar rispan lijá honum!“ „Já, og hægri klóar rispan frá auganu og út að eyra!“ hrópaði biskupinn. „Það stenzt enginn einasti köttur í London honum snúning!“ „I London?“ sagði biskupinn uppvægur. „Ekki í öllu Englandi — Ó, elsku Webster minn, heilla- kallinn!*1 Lafði Widdrington stappaði bálreið í gólfið. „Eg lreimta, að þér sálgið þessum ketti!“ „Hva-aaða ketti?“ „Þessum ketti,“ svaraði lafði Widdrington og benti. Webster stóð í gluggakistunni. Hann var dá- lítið móður, og eyrað var ver farið en nokkru sinni áður, en um andlit hans lék hið sjálfglaða bros sigurvegarans. Nú svipaðist hann um, eins og hann væri að leita að hljóðnema til þess að ávarpa háttvirta áhorfendur nokkrum orðum. „Ég heimta, að þér skjótið þetta villidýr tafar- laust!“ æpti lafði Widdrington. Biskupinn mætti augnaráði hennar án þess að. kvika. „Frú,“ sagði hann virðulega, „ég hef ekki hugsað nrér að samþykkja þá tillögu.“ „Ætlið Jrér að neita því?“ „Ég þverneita því. Ég hef aldrei metið Webster að verðleikum, fyrr en einmitt núna. Ég lít á liann eins og hvern annan velgerðarmann mann- kynsins. Árum saman Jiefur hver einasta heiðar- leg manneskja þráð að gefa þessu mannhaturs- fulla kattarkvikindi yðar þá ráðningu, sem Webster var að ]júka við að veita honum. Það er svo ]angt frá því, að ég eigi til nokkur orð yfir þakklæti mitt og virðingu. Já, ég ætla sjálfur að gefa honum með eigin liödnum fullan disk af hráum fiski.“ Lafði Widdrington dró andann djúpt. „Sú athöfn fer að minnsta kosti ekki fram á þessu heimili," sagði hún. Hún þrýsti á bjölluhnapp. „Fotheringay,“ sagði hún kuldalega, þegar yfirþjónninn kom inn. „Biskupinn hefur ákveðið 28 VlNNAN OG VERKALÝÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vinnan og verkalýðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.