Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Page 36

Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Page 36
Togaradeilan 1. júlí s.l. sumar hófst verkfall á togurum í Reykjavík, Hafnarfirði og fl. stöðum er höfðu á ýmsan hátt sammælt sig við stjórn Sjómannafé- lags Reykjavíkur í þessari deilu. Á ráðstefnu, er stjórn Sjómannafélags Reylcja- víkur hafði gengizt fyrir s.l. vetur með fulltrúum sjómannasamtaka utan af landi, í sambandi við verkalýðsráðstefnuna þá, voru fulltrúar á eitt sátt- ir um að rétt mundi að segja upp þágildandi samningum togarasjómanna um kjör á saltfisk- og ísfiskveiðum. Ennfremur var þar ráðgert að gang- ast fyrir annarri ráðstefnu síðar til að samræma kröfur og ræða frekar framhaldið. Um þessa fyrir- huguðu ráðstefnu er það að segja að fæst félög sjómanna úti á landi áttu þar fulltrúa, að ýms þeirra fengu aldrei að kynnast kröfunum er þar voru ræddar og samþykktar eins og t. d. Neskaup- staður og að ýms félög eins og t. d. Akureyri og Neskaupstaður, lýstu yfir, að þau væru andvíg því að hafin yrði vinnustöðvun 1. júlí, og færðu það fram máli sínu til stuðnings að þeim fyndist tíminn óhagstæður fyrir sjómenn. Hins vegar var hægt að semja um kjör á karfa- veiðum, og þar eð kjör þau er í boði voru á karf- anum voru miklu Itetri en þau, sem giltu sam- kvæmt hinum uppsagða samningi, þ. e. 3—4000 krónur á mánuði, í staðinn fyrir 18—2000 krón- ur, er sjómenn höfðu orðið að sætta sig við á Sjómenn heiðraðir við minnismerki Jóns forseta d sjómannadaginn gömlu saltfiskveiðisamningunum, þá hurfu félög sjómanna á Akureyri og í Neskaupstað að því ráði að gera karfaveiðisamninga og tryggja meðlimum sínum þar með sæmilega atvinnu yfir þann tíma er sjómönnum var óhagstæður til sóknar að því er snerti kjörin á salt- og ísfiskveiðum. Þessari leið liafnaði stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur fyrir hönd síns félags og ýmissa annarra og valdi heldur leið verkfallsins 1. júlí. Hvað dvelur ...? Nú hefst verkfall togarasjómanna undir forystu hinna þrautreyndu í Sjómannafélagi Reykjavík- ur. — Það líða dagar og vikur, en ekkert heyrist frá samningum annað en flugufregnir. Enginn fundur haldinn í sjómannafélaginu. Blöð at- vinnurekenda eru óvenjulega orðvör og hógvær á verkfallstíma. — Óljós grunur verður að almanna- rómi um að ekki sé allt með felldu í þessari deilu. Stjórn Sjómannafélagsins finnur þetta og verður óróleg. Sigurjón formaður félagsins bregður sér í Alþýðublaðið og segir hlutina eins og þeir eru: útgerðarmenn fást. ekki til að tala alvarlega um samninga <og gera sér lœti til að draga deiluna á langinn. En þá snarast kexverksmiðjustjóri sjó- mannafélagsins fram á ritvöllinn og leiðréttir for- manninn: Hvaða vitleysa, þetta er allt kommún- istum á Akureyri og í Neskaupstað að kenna, þvi þeir sömdu um kaup og kjör á karfaveiðum!! Það líða vikur, sem verða að mánuðum. Út- gerðarmenn fara sér að engu óðslega. Loks 21. september þegar líða tekur á síðari helming þriðja mánaðar í verkfalli kemur miðl- unartillaga. Við það tækifæri gefur stjórn Sjó- mannafélags Reykjavíkur út boðskap í Alþýðu- blaðinu jrar sem hún lýsir yfir „hlutleysi“ sínu gagnvart tillögunni, en lætur það fylgja að hún telji ékki fært að komast lengra að sinni með útgerðarmenn!! Hér með hefur andstæðingum sjómanna bætzt op- inber bandamaður og það úr hörðustu átt. Sjómenn láta það þó ekki beygja sig hið minnsta og kolfella smánartilboðið. Enn líður nærri heill mánuður án þess til tíðinda dragi. 19. október fá sjómenn loks því framgengt að fundur er haldinn til að ræða deiluna. Á þeim fundi fella sjómenn tillögu um að veita félagsstjórn fullnaðarumboð til að semja og kjósa nefnd úr eigin hópi til að fylgjast með samningum. 25. október er borin fram önnur rmð'- unartillagan, — og mælir nú stjórn Sjó- 30 VlNNAN OG VERKALÝÐURINN

x

Vinnan og verkalýðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.