Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Side 37

Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Side 37
Nýsköpunartogarinn Bjarni Ólafsson in skal uppstillingarnefnd félagsstjórnar og er þá samstundis dreift um salinn hundruðum seðla með fjölrituðum nöfnum þeirra á sem stjórnin vildi láta kjósa. Ef um fleiri uppástungur yrði að ræða skyldu þær skrifaðar fyrir neðan og strikað út það sem breytingunum svaraði. Þessu mót- mæltu sjómenn og kröfðust listakosningar þar eð aðstaða til að skrifa fyrir þá sem óskuðu breyt- inga, væri með öllu ófær. Og þegar þeir sjá að kröfur þeirra um jafnrétti í kosningunni eru hundsaðar og þessi fjölmenni landher hafði verið kvaddur á vettvang til að bera sjómenn ofurliði í eigin félagi þeirra, ganga þeir af fundi í mót- mælaskyni, allflestir. Framhald fundarins er eftir þessu. — Land- menn gera sig heimakomna, setja af nefnd er togarasjómenn höfðu sjálfir kosið úr eigin hópi á síðasta félagsfundi og kjósa aðra nefnd til samn- ingaumleitana með félagsstjórn, eftir geðþótta hennar. 6. nóvember er borin fram þriðja miðlunartil- lagan, og felst í henni sú meginbreyting frá þeim fyrri að í stað ákvæðisins um mat aflans upp úr skipi á saltveiðum og verðflokkun frá 5 kr. pr. tonn af 1. flokki og þaðan niður í 4.00 kr. á þorski og löngu og kr. 2.50 af 1. fl. ufsa niður í kr. 2.25 af II. og III. fl. var nú komið ákvæði um kr. 4.75 á tonn af fiski upp og ofan úr skipi. Enn er ófullnægt kröfunni um 12 st. hvíld á ísfisk- veiðum yfirleitt, enn voru hin óhagstæðu ákvæði um flokkun lýsis, launakjör að öðru leyti einkum þó á saltfiskveiðum mjög óliagstæð o. s. frv. Stóðu nú orðið mörg járn á togarasjómönnum. mannafélags Reykjavíkur eindregið með því að hún verði samþykkt. Utan Reykjavíkur hefur það borið til tíðinda að stjórn Sjómannafélags Reykja- víkur hefur með aðstoð fulltrúa sinna á Akranesi fengið því til leiðar kornið að sjómenn þar hafa fallizt á þetta óhag- stæða sáttatilboð og láta skrá sig á veiðar á b.v. Bjarna Ólafsson. — Þar með hefur stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur raun- verulega skipulagt verkfallsbrot á sjálfa sig. , ‘ Um svipað leyti lýsa sjómenn og út- gerðarmenn í Neskaupstað sig fúsa til að semja upp á 12 stunda hvíldina á öllum veiðum og vitna í því sambandi í fengna reynslu á Bjarnareyjarveiðum. Á Akur- eyri og í Neskaupstað er leitazt við að fá að semja heima, en það strandar á F. I. B., sem heldur samningunum í sínum höndum í Reykjavík. Afdrif þessarar miðlunartillögu verða þau að hún er felld með yfirgnæfandi meirihluta víðast hvar. í Keflavík tekst þó að fá hana samþykkta, — og í Vestmannaeyjum er hún úrskurðuð af sátta- nefnd sem samþykkt þótt sjómenn hafi fellt hana með eins atkvæðis meirihluta. Þegar hér er komið hafa bætzt tveir stórútgerðarmenn í sáttanefnd- ina, þeir Ólafur Thors og Emil Jónsson. Er nú liðið hátt á fjórða mánuð í verkfalli. Fundurinn í listamctnnaskálanum Má nú heita kyrrt um hríð, en sjáanlega mikill viðbúnaður í herbúðum andstæðinga sjómanna. Mátti það marka af mannaferð og öðru tilstandi þessa daga í kringum bækistöðvar stjórnar sjó- mannafélags Reykjavíkur og samkomuhúsið Hol- stein í Thorvaldsensstræti. Hjá stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur liggja enn áskoranir frá togarasjómönnum um fund til að ræða kjaramálin og viðhorfin í deilunni. — 1. nóvember þykist stjórn S. R. búin undir það að halda fund, — og hafði þá dagana áður látið bera út bréf til hundraða landmanna úr ýmsum stétt- um þar sem þeir voru eggjaðir lögeggjan að mæta á fundinum til að berjast gegn „komrnún- istum“. Þessi sjómannafélagsfundur sem land- menn voru boðaðir til á svona sérkennilegan hátt mitt í harðvítugri hagsmunabaráttu milli sjó- manna og útgerðarmanna hlaut að verða eitthvað sögulegur, enda brást það ekki. — Að fyrirlagi fé- lagsstjómar hefst starf fundarins með því að kos- 31 VlNNAN OG VERKALÝÐURINN

x

Vinnan og verkalýðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.