Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Page 38
S V Á SI SVALDAL:
Haustljóð
Syrtir að nótt
yjir sollnum mari.
JJppi eru segl
á sumarfari.
Hnigin eru blómstur
og himinsól.
Sópar kaldur gustur
vor sumarból.
Brott eru fuglar
í fegri lönd.
Háar stríða bylgjur
á hamraströnd.
Hœrra rís þó sorg
af hjarta míns grunni.
Siglir hún í nótt
er í sumar ég unni.
V____________________________________________/
— Verkfall þeirra hafði staðið eina viku á fimmta
mánuðinn, — og vitað var að hetjur hafsins höfðu
ekki getað safnað miklum forða fjár né vista þrátt
fyrir langan vinnudag á togurunum undanfarin
ár. — Öll daghlöð höfuðstaðarins nema Þjóðvilj-
inn höfðu allan tímann unnið gegn málstað sjó-
manna. Forysta Sjómannafélags Reykjavíkur
hafði verið frá upphafi andhverf sjómönnum og
löngu komin opinberlega í lið með útgerðar-
mönnum. Þeir er kjörnir voru á landmannafund-
inum í Listamannaskálanum til samningaumleit-
ana með félagsstjórn höfðu undirritað með henni
sáttatilboðið. Akranes fyrst og Keflavík síðar
höfðu látið blekkjast til að fallast á miðlunartil-
lögu sáttanefndar og Vestmannaeyjar verið kúg-
aðar með úrskurði úr leik, Fyrir eindæma fólsku-
verk stjórnar Sjómannafélags Reykjavíkur höfðu
sjómenn verið gerðir útlagar í sínu eigin stéttar-
félagi þegar þeir þurftu mest á félagi sínu að
halda. Hér dró því að leikslokum.
Enda þótt miðlunartillagan væri að forminu
samþykkt með litlum meiri hluta var það á allra
vitorði að þar með voru sjómenn ekki að tjá
kjörum þeim er í boði voru jákvæði sitt. í
32
Reykjavík voru t. d. 277 já gegn 143 neium, í
Hafnarfirði 81 já gegn 53 neinm. A Siglufirði og
Neskaupstað var það fellt. „Með svona forystu og
slíkar innanfélagsaðstæður sem fundurinn í
Listamannaskálanum leiddi í ljós sáum viðokkur
til neydda að láta staðar numið að þessu sinni,
þótt kjörin séu með öllu óviðunanleg,“ voru yfir-
leitt tilsvör sjómanna er greitt höfðu síðasta sátta-
tilboðinu jákvæði.
Þannig lyktaði þessari merkilegu sjómanna-
deilu, en helztu atriði lrinna nýju samninga eru
þessi:
12 stunda hvíld á sólarhring á öllum botn-
vörpuveiðum, þegar ekki er siglt með afla til út-
landa. M. ö. o. 12 st. hvíld á öllum veiðum nema
á venjulegum ísfiskveiðum.
Á ísfiskveiðum hafa hásetar 17% af söluverði
afla þegar 20% hafa verið dregin frá í löndunar-
kostnað o. fl. eða hver maður 0.55% af söluverði
upp að 8000 £ sölu, en af því sem fram yfir yrði
85%, skipt í 30 staði.
Á saltliskveiðum kr. 4.75 á tonn, eins og fyrr
er sagt, pr. mann.
Hver maður skal hafa 40 kr. á tonn af 1. og 2.
flokks lýsi, en 10 kr. á tonn af 3. og 4. flokks lýsi.
Á karfaveiðum og öðrum veiðum til mjöl-
vinnslu fær hver maður 2,25 á tonn.
Fastakaup er óbreytt eða kr. 1050 í grunn.
*
Sjómenn eiga aS ráða í sjómannafélagi
Verkfall þetta er að mörgu leyti athyglisvert. —
Hér var háð eitt af lengstu verkföllum í sögu
landsins í einni þýðingarmestu starfsgrein þess.
í 3—4 mánuði stendur þetta verkfall án þess
að útgerðarauðvaldið sýni hinn minnsta vott
óþolinmæði. I.oks er það tvennt enn sem gerir
þessa deilu minnistæða: Það er hinn eindæma ræf-
ildómur og ótrúmennska stjórnar Sjómannafélags
Reykjavíkur annars vegar og afbnrða þrautseigja
og samheldni sjómanna Ixins vegar.
Hið langa verkfall án minnstu geðbrigða í her-
búðum útgerðarauðvaldsins verður ekki einvörð-
ungu skýrt þann veg, að fyrir togurunum hali það
legið hvort eð var að leggjast inn í sund yfir sum-
armánuðina, vegna markaðsvandræðanna, því vit-
að er að nokkur hópur skipa gekk á karfaveiðar í
allt sumar eins og fyrr er að vikið og útgerðar-
menn við Faxafhxa og víðar buðu í stað verkfalls-
ins karfaveiðisamninga upp á sömu kjör og giltu
á Akureyri og í Neskaupstað eða meira en helm-
ingi betri kjör en þau sem horfið var frá á salt-
fiskveiðunum í vor. — Hér átti því stjórn Sjó-
mannfél. Reykjavíkur að velja milli verkfalls á
VlNNAN OG VERKALÝÐURINN