Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Page 49

Vinnan og verkalýðurinn - 15.02.1951, Page 49
Bréf frá finnskri telpu „Mér finnst að stríð sé heimskulegt, vegna þess að það deyja svo margir í því, sem ekki vilja strfð. Pabbi minn féll 1939. Ég fékk aldrei að sjá hann nema á mynd. En ég er viss um að hann vildi ekki stríð. Ég veit líka hve margt fallegt, sem menn- irnir hafa húið til, eyðileggst í stríði. Og ég veit líka hve margir eru svangir á stríðs- tímum og mörg ár á eftir, vegna þess að elcki er til nógur matur. Það eru mörg börn, sem eiga engan pabba og spyrja oft: hvar er pabbi minn, því önn- ur böm eiga pabba. 011 börn vilja eiga sinn pabba. Það eru margir fleiri hræðilegir hlutir, sem fylgja stríðinu og þess vegna er ég á móti stríði. Ég hugsa oft um það hvað allt er gott þegar friður er. En núna er stríð í Kóreu, sem ég hef lesið um. Þar eru nú mörg börn, sem eiga ekkert heimili og pabbi þeirra kemur aldrei aftur heim. Fólkið þar vill ábyggilega ekki stríð, það vill ábyggi- lega heldur lifa í friði, læra, vinna og hugsa um sitt. Það er erfitt að hugsa sér að nokk- ur maður skuli vilja stríð. Það er líka skrýtið, að fá þetta svar: Ut með þig, vertu ekki að ónáða okkur, þegar maður er að safna undirskriftum undir Stokkhólmsávarpið. Það ættu allir að vinna fyrir friðinn. ANNE LI PARVIAINEN, 11 ára.“ (Lauslega þýtt úr sænsku). Þar næst er matarlímið, sem leyst er í 54 pela af heitu vatni, helt út í, • hrært vel í á meðan. — Látið í glerskál, skreytt með þeyttum rjóma. Síldarsalat Smjör og hveiti er látið bakast upp í potti, þynnist hæfilega með kjötsoði og rauðrófulög. Sósan er tekin af eldinum. I Fjölleikahúsið i Moskva, höfuðborg Ráðstjórnarríkjanna, stendur ná- Ircgt miðborginni og er hið mesta eftirlceti borgarbúa. A helgum eru haldnar þar sérstakar sýningar fyr- ir börnin. — Myndin sýnir stúlku, sem er dýratemjari, leika sér við Ijón. hana er látið sinnep, salt, pipar, lítill rifinn laukur, 2 epli, 1 síld og jafnt af hverju: kjöti, asíum, soðnum kartöflum, rauðrófum; allt skorið niður í litla ferhyrnda bita. Hrært varlega saman við sósuna. Ávaxtalit- ur eftir þörfum. — AS síðustu er salatið skreytt með harðsoðnum eggjum og látið standa 2—3 klst. áður en þess er neytt. •— Borðað með smurðu brauði. Smælki Meðal skemmtiatriða í fjölleikahúsi í Texasborg í Bandaríkjunum s.l. sumar var einn gríðarstór shimpansi er sýndi listir sínar á reiðhjóli. Meðal ánægðra áhorfenda var kona, sem gaf gleði sinni útrás með skellihlátri. En apinn sem hefur tekið hlut- verk sitt mjög alvarlega brást reiður við og kastaði reiðhjólinu í höfuð hinnar hlátur- mildu konu. Ekki er þess getið hversu kon- unni varð við en hún fékk 300 dollara skaða- bætur. • * — Pabbi, segir guð þér alltaf, hvað þú átt að skrifa í prédikunina? — Já, barnið mitt, það gerir hann. — Af hverju ertu þá alltaf að nota strok- leðrið? * Ungur maður sem átti laglega en nokkuð lausláta unnustu, skrifaði einum keppinauta sinna svohljóðandi bréf: „Með því að ég hef fengið vissu fyrir því, að þér hafið kysst unnustu mína á ónefndum stað nú fyrir skömmu, þá skora ég á yður að koma á skrifstofu mína næsta fimmtu- dag kl. 10, svo að við getum gert út um málið.“ Hann fékk svohljóðandi svar: „Ég undirritaður, sem hef fengið eitt ein- tak af dreifibréfi yðar, leyfi mér að tilkynna yður, að mér er sönn ánægja að mæta á hin- um auglýsta fjöldafundi." (ívo-^j Einu sinni voru tveir drengir svo felldi Gummi turninn fyr- og þá var úti friðurinn sem léku sér — ir Sigga — VlNNAN OG VERKALÝÐURINN 43

x

Vinnan og verkalýðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.