Vinnan og verkalýðurinn - 01.05.1955, Blaðsíða 9

Vinnan og verkalýðurinn - 01.05.1955, Blaðsíða 9
milljónir kvenna í framleiðslunni. Allur þessi skari hefir ekki að neinu viðundandi leyti verið virkur aðli í verklýðssamtökunum. Til þess að virkja þetta mikla afl í hinni ahnennu baráttu verklýðs- samtakanna verður að taka fullt tillit til sérkrafna kvenna og samræma þær heildarkröfum stéttarinnar. A þann hátt á að gera konur og unglinga virka í samtökunum .... ★ Nýlega er lokið 110 daga verkfalli í bílasmiðjum Fords, í Toronto. Verkamenn fengu 11 senta kaup- hækkun á tímann. Verkfallsmenn nutu suðnings allra bílaverkamanna í Kanada og Bandaríkjunum. ★ Nína Popova. Verklýðssamtökin fordæma fram- komu Bandaríkjanna gegn Kína Framkvæmdanefnd skozka námu- mannasambandsins, sem telur yfir 60 þúsund meðlimi, hefir krafizt þess að Bandaríkin kalli herlið sitt heim frá Formósu. Samskonar samþykktir hafa verið gerðar í fjölda annara verklýðssambanda og fulltrúaráða um allt Bretland. í Indlandi hafa mörg verklýðs- sambönd gert samskonar samþykktir, þar á meðal AITUC, stærsta og á- hrifamesta verklýðssamband landsins, sem segir í samþykkt sinni: „Taivan hefir verið og er, óaðskiljanlegur hluti af Kína. Dvöl amerísks herliðs í landinu er því ógnun við kínverska alþýðulýðveldið, jafnframt sem hún ógnar friðinum í allri suðaustur Asíu. Á ráðstefnu er fulltrúar 15 þúsund námumanna í Nýja-Sjálandi héldu í Wellington, var þess einróma krafizt að Bandaríkin drægju her sinn frá Formósu, og að Kína fengi, án tafar, réttmætan sess í samtökum hinna sameinuðu þjóða. ★ „Batnandi ástand“ „Með valdatöku hinnar nýju stjórn- ar hefir ástandið batnað að mun .... Hinn núverandi verkamálaráðherra hefir beitt lagaákvæðum til að brjóta nokkur verkföll og gefið út tilskipan- ir er banna ýms samtök í útjöðrum verklýðshreyfingarinnar.“ (Úr greininni „Verklýðshreyfing Brasilíu“, er byrtist í aðalmálgagni Alþjóðasambands frjálsra verklýðs- félaga, ICFTU, Free Labour World, des. hefti). VINX.W og verkalýðurintt 47

x

Vinnan og verkalýðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.