Vinnan og verkalýðurinn - 01.05.1955, Blaðsíða 11
leysi yrði hlutskipti þess. — Hver mundi verða hlutur opinberra starfs-
manna almennt ef ekki væri lengur til staðar aflið, sem ryður brautina í
kjarabaráttu þeirra. Og hvað um bænduma? Þverrandi kaupgeta í bæjum og
þorpum mundi setja mark hrörnunar og dauða á íslenzkan landbúnað. ís-
lenzkt þjóðlíf mundi verða lostið köldum hrammi fátæktar og hnignunar.
Ekki er að efa, að hverjum hugsandi manni var ljóst orðið, hvert heiptar-
æði auðmannaklíkunnar var stefnt, og mörgum hraus hugur við. Mun fáa
fýsa að sjá glæfraspilið endurtekið og allir góðir menn á einu máli um að
hér þurfi að spyrna fótum við.
En þá er eftir samvizkuspurning: Hvaðan kemur þessu illþýði vald til að
kasta hundr. millj. kr. af þjóðarfé í slíkan hernað gegn þjóðinni?
Hinar 27 þúsundir verkafólks, sem eru skipulagðar innan heildarsamtak-
anna (A.S.Í.), sjá vissulega nauðsyn þess yfirleitt að bindast samtökum um
launakjör og vinnuskilyrði. Það er þó staðreynd að stór hópur verkafólks
styður með atkvæði sínu í opinberum kosningum þá menn, sem nota sér
fengin völd í bæjarstjórnum, löggjafarþingi og ríkisstjórnum, til að
ræna fólkið þeim kjarabótum, sem það ávann sér með baráttu verkalýðssam-
takanna í kaupdeilum. Það er staðreynd að þegar hinn fátæki launþegi hefir
með atkvæði sínu komið fulltrúa auðstéttarinnar á þing og í ríkisstjórn,
notar hann aðstöðuna til að ræna launþegann kaupi, með ýmis-
konar neyzlusköttum, báta- og bílagjaldeyri og öðrum dýrtíðrárásum. Og
þegar hinn kauprændi vill rétta hlut sinn með launabót, þá hótar hinn kjörni
auðvaldsþrjótur nýju kaupráni með gengislækkun og notar svo fé þjóðar-
umar í hernað gegn henni, eins og dæmin frá frá nýafstaðinni kaupdeilu sanna.
Það er því nauðsynlegt að verkafólk aimennt leggi sér það á minni að með
styrk og úthaldi öflugra verkalýðssamtakanna tókst að koma í veg fyrir
framkvæmd hernaðaráætlana grimmrar auðvaldsklíku og vinna mesta hags-
hiunasigur, sem unnizt hefur s. 1. tíu ár, þótt ekki yrði náð þeim árangri,
sem óskir stóðu til. Hinsvegar staðfesti þessi deila betur en nokkur önnur
^eila þau sígildu sannindi, að baráttan um kaup og kjör er ekki öll með
fengnum kjarasamningi milli stéttarfélaga. Baráttan um kaup og kjör er
einnig barátta um það hvor stéttin, verkalýður og alþýða eða kaupræn-
Wgjarnir, hafa valdastöðuna í þjóðfélaginu. — Engin deila hefir sannað betur
en þessi hversu stéttarleg eining verkafólks innan verkalýðsfélaganna undir
heiðarlegri og góðri forystu er dýrmætt vopn í hagsmunabaráttunni og mik-
ilvægur öldubrjótur gegn skipulögðum árásum auðstéttarinnar. Engin deila
hefir opnað betur augu fólksins fyrir þeirri höfuðnauðsyn að einstaklingar
1 Verkalýðsstétt hætti að leggja í hendur stéttarfjendum sínum vopn á sjálft
S1g, með því að styðja þá til valda í opinberum kosningum en í þess stað
verði hagsmunabaráttunni haslaður víðari völlur en áður: tekið höndum sam-
VINNan
og verkalýðurinn
49