Vinnan og verkalýðurinn - 01.05.1955, Blaðsíða 13

Vinnan og verkalýðurinn - 01.05.1955, Blaðsíða 13
kauphækkunarbaráttu, endurspegl- aði hinn almenna baráttuvilja verka- lýðsins í landinu. — Verkalýðsstéttin lagði á þetta enn aukna áherzlu með því að steypa yfirráðum auðstéttar- innar í stjórn Alþýðusambandsins og í Fulltrúaráði verkalýðsfélaganna í Reykjavík. Eftir Alþýðusambandsþingið fóru verkalýðsfélögin að undirbúa hina miklu kaup- og kjaradeilu. Þrettán verklýðsfélög í Reykjavík og Hafnar- firði og verkamannafélögin á Akur- eyri og Siglufirði sögðu upp samn- ingum sínum. Þau hófu þegar nána samvinnu um kröfugerð í aðalatrið- um (grunnkaup ,orlof o. fl.) og um annan undirbúning deilunnar. Þa-u kusu sameiginlega nefnd manna til samstarfsins og úr hennar hópi sex manna samninganefnd. í annan stað var skipuð nefnd manna til að ann- ast rekstur verkfallsins. Stjórn Alþýðusambandsins réði tvo hagfræðinga til þess að semja álits- gerð um kaupmátt launanna miðað við 1947. Álitsgerð þeirra leiddi í ljós, að þó að hækkun húsaleigu væri ekki með- talin, hafði kaupmátturinn rýrnað á þessu tímabili um ca. 20%. Þessi á- litsgerð hagfræðinganna hafði gagn- ger áhrif á alla deiluna, mótaði al- menningsálitið og og gerði andstæð- inga verkfallsmanna rökþrota. í þessu efni sem fleirum fann verka- lýðurinn á hinn áþreifanlegasta hátt, hvaða gildi umskiptin í Alþýðusam- bandinu höfðu honum í vil. Verklýðsfélögin urðu síðbúnari með kröfur sínar en þau vildu hafa verið. Þau ákváðu því að lýsa ekki Hér eru reykvískir verkfalls- verðir á veginum við Smá- lönd, reiðu- búnir að stöðva verkfalls- brjóta og benzín- smyglara, er safnað hafa liði til að brjótast í gegn. VINNAN og verkalýðurinn 51

x

Vinnan og verkalýðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.