Vinnan og verkalýðurinn - 01.05.1955, Blaðsíða 32

Vinnan og verkalýðurinn - 01.05.1955, Blaðsíða 32
inda og er þá greitt fyrir hverja klukkustund. í þessu húsi er engin barnavarzla utan starfstíma dagheim- ilisins, en í öðrum samfélagshúsum er ýmist hægt að skilja börn eftir yfir nótt í barnaheimilinu, ef foreldrar þurfa að fara út að kvöldi, eða að starfsstúlkur barnaheimilisins ganga um húsið á kvöldin á um 20 mín. fresti og líta eftir eftir þeim börnum, sem beðið er fyrir, fari foreldrar í kvik- myndahús eða þ.u.l. Fyrir þetta greið- ist sérstakt gjald. Það er eins með barnaheimilið og matsöluna, að tekjur starfsrækslunn- ar koma að verulegu leyti utanfrá. Hinn hagkvæmi rekstur byggist að verulegu leyti á utanaðkomandi að- stæðum og hefur því skapað aðstöðu tii meira frelsis en jafnan er í þessum húsum hvað snertir kvaðir um að nota hinar sameiginlegu stofnanir. Er nokkuð af vinsældum hússins fólgið í þeirri staðreynd. Um Markelíusarhúsið í John Erics- sonsgatan getum við því slegið föstu eftirfarandi: 1. Húsið hefur of fáar íbúðir (57) til að geta starfrækt allar nauðsyn- legar stofnanir sjálfstætt fyrir íbúa hússins. 2. Þrátt fyrir það reyndist húsið með afburðum vel vegna þess samræmis, sem er á milli fjárhagsgrundvallarins, rekstursformsins og staðsetningar hússins annars vegar og íbúanna og íbúa nágrennisins hins vegar. 3. Með því að bera saman önnur samfélagshús og þetta höfum við skil- yrði til að sjá hvaða ráðstafanir eru dæmdar til að misheppnast og hverjar munu heppnast. Eðli manna er nefni- lega ekki ólíkt hvort þeir eru úr efnastétt eða verkalýðsstétt, það er fjárhagsaðstaðan sem skilur. Eg hef heldur valið þessa leið til að ræða um sænsk samfélagshús, en að setja þau undir einn samnefnara og draga vafasamar ályktnir af reynzlu á þeim. Eg ræði ekki hin svokölluðu „Kate- gariehus“ þ. e. ungkarlahótelið „Ral- ambus“ og kvennaheimilið „Smarag- den“. En vil aðeins geta niðurstöðu rannsókna á öðrum fjölskyldusamfé- lagshúsum (það er tekið úr Kollektiv- huset og det forudsætninger). Þar segir: „Það búa tiltölulega fáar fjöl- skyldur með börn í sænsku samfé- lagshúsunum (undantekninging er Al- vikgarden) og er mikið af barna- fjölskyldum í þeim, sem eru byggð og rekin á sjálfskostnaðargrundvelli. Meirihluti íbúanna er einhleypt fólk og barnlaus hjón. Ekki ber sérstak- lega á neinum sérstökum aldursflokki þó að margir séu það sem kallað er í „blóma lífs síns“. Aftur á móti er áberandi meirihluti efnaðra fólks, og fólks með æðri menntun, sem býr í samfélagshúsunum. Meirihluti hús- mæðranna hefur vinnu utan heimilis- ins, en það gerir fjölskyldunni kleift að búa í samfélagshúsinu, sem aftur á móti er skilyrði fyrir því að konan geti tekið starfið. Mikill hluti leigjenda samfélagshús- anna sænsku hefur of lágar tekjur til að geta hagnýtt til fullnustu gæði samfélagshússins.“ Þar í felast vonbrigði leigjenda og erfiðleikar í starfsemi húsanna. Skilyrði fyrir því að hinar félags- legu ráðstafanir geti orðið ódýrar er að þær séu hagnýttar til fullnustu. Með þetta í huga verður ljóst hvers vegna ég hef gert Markelíusar- húsið aðallega að umræðuefni. Þar felst í hnotskurn sá lærdómur, sem við eigum að hagnýta okkur. 70 VINNAN og verkalýðurinn

x

Vinnan og verkalýðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.