Vinnan og verkalýðurinn - 01.05.1955, Síða 40

Vinnan og verkalýðurinn - 01.05.1955, Síða 40
Verfcfflllið Framhald af bls. 53. í þriðja lagi með skipulagningu verkfallsbrota. Frá fyrstu til síðustu stundar verk- fallsins voru stöðugar tilraunir í gangi til verkfallsbrota, studdar og örfað- ar af yfirlýsingu Vinnuveitendasam- bandsins um, að ófélagsbundnir menn hefðu fullan rétt til þess að ganga í störf verkfallsmanna. í verkfallsbrotum gengu olíuféiögin þó einna lengst fram fyrir skjöldu, leitandi allra bragða til þess að brjóta verkfallið á bak aftur. Framkoma olíufélaga-nna í þessum efnum og hin orjálaða andstaða fulltrúa þeirra gegn því, að samið yrði við verkfallsmenn, leiddi í ljós, að í þessum erlendu auð- hringum á íslenzk verklýðshreyfing og íslenzka þjóðin í heild einn sinn allra svarnasta fjandmann. En auk þeirra verkfallsbrota af hálfu nokkurra atvinnurekenda og þá fyrst og fremst olíufélaganna, var lögð sérstök áherzla á að egna bif- reiðastjóra til verkfallsbrota í sam- bandi við vöruflutninga og benzín. Enda þótt þessar tilraunir mistækjust í heild, lét því miður hópur bifreiða- stjóra nota sig til að svíkja málstað stéttarinnar til að brjóta verkfallið á bak aftur — og er hér um vandamál að ræða, sem verklýðshreyfingin verður að taka til rækilegrar yfirveg- unar. Allar þessar bardagaaðferðir gegn verkfallsmönnum mistókust þó í heild. Þær strönduðu á einingu og samhug verkfallsmanna og verkfalls- vörslunni. í sögu þessa verkfalls ber þátt hinnar einstæðu verkfallsvörslu einna hæst. Aldrei fyrr í sögu verklýðs- hreyfingarinnar hefir jafnmikill fjöldi manna staðið vörð um verkfall sem í þessu. Dag og nótt í sex vik- ur, oft við hinar erfiðustu aðstæður, stóðu hundruð og aftur hundruð verk- fallsmanna og samherja þeirra verk- fallsvörð. Fórnfýsi þeirra, æðruleysi og stilling ásamt einstæðum baráttu- vilja einkenndi verkfallið frá upphafi til enda. Allur verkalýður landsins stendur í mikilli þakkarskuld við verkfallsverðina, sem að veru- legu leyti höfðu örlög verkfallsins í sínum traustu höndum. Hin óvenjulega sterka eining verk- fallsmanna kom skýrt fram á þeim fundum, sem haldnir voru í verkfall- inu. Félagsfundinir voru reglulegir fjöldafundir, þar sem engar raddir heyrðust um annað en að berjast til sigurs. Sérstaklega mikla þýðingu hafði útifundur verklýðsfélaganna á Lækj- artorgi þann 13. apríl. Hinn gífurlegi manngrúi á þeim fundi, styrkleiki hans og þróttur sýndu bæði vinum og óvinum, hversu staðráðinn verkalýð- urinn var í því að halda út, þar til sigur ynnist. En auk þeirrar innbyrðis einingar og baráttuvilja, sem einkenndi verk- fallsmenn allan tímann, nutu þeir óvenjulegrar velvildar alþýðumanna um land allt og almennings yfirleitt. Þessi samúð birtist á margvíslegan hátt. Hann birtist í því, að áróðurs- brögð Morgunblaðsins og Vísis, til- raunir þeirra og aðstandenda þeirra til þess að egna almenning geng verk- fallinu, misheppnuðust gersamlega. Hann birtist í söfnun hálfrar milljón- ar króna handa verkfallsmönnum. Hann birtist í margvíslegum öðrum 78 VINNAN og verkalýðurinn

x

Vinnan og verkalýðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.