Vinnan og verkalýðurinn - 01.05.1955, Side 16

Vinnan og verkalýðurinn - 01.05.1955, Side 16
„Eg meðgeng að það er ég og eng- inn annar, sem hefir dregið sér fé úr fyrirtækinu“. Hann talaði hægt, setningin var þrauthugsuð, en Jón Smiður hinn ungi draup höfði, er hann hafði þetta mælt. Samtímis virti hann spegil- mynd sína fyrir sér í glerplötunni, sem lá yfir gljáfægða skrifborðinu og veitti því athygli að hálsbindið hafði aflagazt. Ósjálfrátt hagræddi hann hálsbindinu. Hinir sem við borðið sátu, voru þrír virðulegir, gráhærðir mektar- menn, framkvæmdastjórn fyrirtækis- ins — þeim var orðfall og störðu dol- fallnir á unga manninn, sem laut yfir borðið. „Það er þá í tilefni þessa, sem þér hafið beðið um fund með okkur?“, spurði forstjórinn. „Já“ heyrðist hvíslað frá Jóni Smið. „Og yður er ljóst, hvaða dilka slík játning hlýtur að draga á eftir sér fyrir yður?“ „Já“. „En vægast sagt er þetta harla ó- sennilegt“, sagði Hábarður gamli, stjórnarformaður og hann hristi grá- an kollinn, svo að nefklemmugler- augun fóru úr skorðum. „Með miklum áhuga höfum við fylgzt með starfi yð- ar síðan þér komuð til okkar. Og reynsla okkar hefir jafnan verið sú, að þér séuð skyldurækinn og ná- kvæmur í starfi, kappsamur og hug- kvæmur. Við höfum allir borið góðan hug til yðar — og svo þarf þetta að koma upp á!“ „Já, þetta er, ef satt skal segja, sár vonbrigði fyrir okkur" — greip for- stjórinn fram í. Meginregla okkar hérna í fyrirtækinu hefir alltaf verið gagnkvæmt traust okkar í milli, allt frá þeim lægst setta til hins æðsta, til þess að verða fyrirtækinu að sem beztu liði. Einmitt þetta hefir verið okkar grundvallarregla. Og því var það að það kom ærið illa við okkur, þegar við fyrir tveim árum síðan urð- um fyrst varir við fjárdrátt. Ekki var það beinlínis vegna peningamissisins, því tjónið var engan veginn fyrirtæk- inu hættulegt, heldur var það tilhugs- unin um það, að meðal trúnaðar- manna okkar var bragðarefur, sem laut svo lágt að snuða okkur — snuða sitt eigið fyrirtæki. Það var þetta sem særði okkur. „Alltaf og ætíð höfum við lagt okk- ur alla fram um að koma í veg fyrir hverskonar sukk“, greip nú varafor- maðurinn fram í. „Fyrirtæki okkar, sem er mikils virt, hefir skyldu bæði gagnvart sjálfu sér og þjóðfélaginu. Fyrst og fremst ber okkur skylda til að hafa hreinan skjöld. Við hefðum kosið að aldrei væri ástæða til að bera okkur það á brýn, að við eða starfslið okkar víki af vegi dyggðar- 54 VINNAN og verhalýðurinn

x

Vinnan og verkalýðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.