Vinnan og verkalýðurinn - 01.05.1955, Blaðsíða 37

Vinnan og verkalýðurinn - 01.05.1955, Blaðsíða 37
Það hefir verið viðurkennt af alheimi, að alþjóðlega undirskriftasöfnunin undir Stokkhólmsávarpið 1951 átti mestan þátt í því að ekki kom til notkunar kjarnorkuvopna í Kóreustríðinu. — Þessi staðreynd er mikilsverð uppörvun Eyrir friðarvini heimsins, þegar þeir leggja nú til allsherjar liðssöfnunar gegn kjarnorkustríði. — Engin þjóð hefir gildari ástæðu en vér íslendingar til að gera för friðarsinna góða hér um land og fjölmenna til undirskriftanna. Óneitanlega er þessi mynd óhugnanlegur falstónn í hörpu vorsins. þegar jörðin iðar af grænu lífi, sól hækkar göngu sína og nóttin er að verða skuggalaus. Hvers vegna er þá verið að bregða upp svona ömurlegri mynd eyði- leggingar og dauða, mitt í sigurgöngu okkar ís- lenzka vors? Vegna þess að Híró- síma í Japan átti líka ekki síður en við, sitt blómstrandi vor og frjófa sumar, áður en 'iernaðarauðvald Banda- ríkjanna lét falla á stað- inn fyrstu kjarnorku- sprengjuna, sem skyldi eftir sig hundruð þús- unda dauðra og hel- sjúkra manna þ. á m. barna og kvenna — og brunagíg þar sem áður voru bústaðir manna, )g frjó jörð. Kjarn- arkusprengjan, er féll á Hírósíma er þó harla lít- ilvirk hjá þeim kjarn- mku- og vetnissprengj- um, sem síðan hafa ver- ið framleiddar. Með hverri einni þeirra er unt að útrýma öllu lífi í höfuðstað íslands og nágrenni. Tilvera ísl. þjóðarinnar liggur við að stýrt verði hjá kjarn- orkustyrjöld. Framtíð íslenzkra vordrauma og íslenzkrar sumargleði er í húfi. íslenzk tilvera. íslenzku þjóðinni ber því að skipa sér sem heild í fylkingu með friðaröflum heimsins. Enginn góður íslending- ur má láta undir höfuð leggjast að skrifa nafn sitt undir Vínarávarpið: kröfuna um bann við notkun kjarnorkuvopna. Kröfuna um frið. Það minnsta, sem við getum gert fyrir ísland, fyrir okkur sjálf, er að skrifa nöfn okkar undir kröfuna um frið: VÍNARÁVARPIÐ. VINNAN og verkalýðurinn 75

x

Vinnan og verkalýðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.