Vinnan og verkalýðurinn - 01.05.1955, Blaðsíða 18

Vinnan og verkalýðurinn - 01.05.1955, Blaðsíða 18
séuð að væna fyrirtækið um óheiðar- leik í þessu sambandi?" hreytti vara- formaðurinn út úr sér. „Eruð þér kannske að gefa í skyn að við höfum svikið undan skatti?“ „Auðvitað voga ég mér ekki að nefna það skattasvik“ sagði Jón Smið- ur — þetta mætti öllu heldur kalla leikni og vissulega varð ég hugfang- inn af þessari leikni, því slíkt hafði mér ekki áður komið til hugar. En nú rann það upp fyrir mér, að svona gæti ég líka haft það, ég gæti sýnt leikni mína með því að draga undan endrum og eins lítilfjörlegaj- upphæð- ir. Og þetta hefi ég satt að segja gert. Þetta var fyrsta skref mitt á hinni hálu braut. Þegar ég gef mig nú frí- viljugan fram við lögregluna, hlýt ég auðvitað að verða að gera grein fyrir þessu atriði sem öðrum“. Það var grafhljóð á fundinum. Stjórnarformaðurinn ræskti sig. „Hlustið þér nú á mig, herra Jón Smiður. í þessu máli hefur lögreglan aðeins áhuga fyrir játningu yðar. Og ég fæ ekki séð, að neina nauðsyn beri til að skreyta yðar mál með allskonar ómerkilegum smáatriðum og langri, forsögulegri málalengingu". „Þarna hlýt ég að vera á öðru máli“, sagði Jón Smiður, lágum rómi. — „Mér er það mjög nauðsynlegt að lög- reglan geti fylgzt sem bezt með því frá byrjun, með hvaða hætti ég komst í þetta. Það er alls ekki ætlan mín að halda áfram á þessari braut. Eg komst í vandræði og ein upphæðin sem ég komst yfir bjargaði mér úr vandræð- unum — því miður eru laun mín hjá fyrirtækinu mjög lág. En nú hefi ég tekið þá ákvörðun að hér með sé þessu lokið. En eins og ég hef áður sagt, var eins og ég leiddist út í þetta aftur —• og að vissu leyti — án þess að ég ætti sjálfur sökina“. „Hvað um það, þetta hefir þó ver- ið til í yður?“ „Það var nú einmitt það, sem ekki var til í mér. Innblásturinn kom utan að og hvað upplaginu við kemur, er mér ekki hættara við að fremja fjár- drátt, en hverjum öðrum. En eins og máltækið segir — tækifærin skapa þjófinn, og sérstaklega öðlast það sannleiksgildi, þegar verknaðurinn er svo að segja lagður manni í hendur.“ „Og hver var það þá sem lagði yð- ur verknaðinn upp í hendurnar?“ „Tilviljanirnar" — það var hálfu ári síðar. Mér hafði verið fengið það starf að innheimta fyrir fyrirtækið nokkrar stórar fjárfúlgur, sem áttu síðan að leggjast inn á sérstakan reikning sem var látinn heita: „Ým- islegt“. Eins og þið sjálfir vitið er þetta reikningur —“ „— sem yður varðar ekki það minnsta um“ æpti forstjórinn og sló hnefanum í borðið. „Einmitt. Hvorki ég né aðrir starfs- menn, eiga þar hlut að máli, sjálfsagt eru það aðeins framkvæmdastjórarn- ir —“ „Takk fyrir — þér megið hætta að ræða um þetta efni“. ,Afsakið. Jæja, ég innheimti þessar fúlgur. En ein þeirra, kaupverð einna af lóðum fyrirtækisins, sem það hafði selt, var að mun hærri en sú upphæð sem stóð í kaupsamningnum! Á þann hátt hafði fyrirtækið tryggt sér álit- lega fjárhæð umfram, nokkurskonar aukatekjur —“ „Þér þurfið ekki að hafa neinar vangaveltur um verzlunarhætti fyr- irtækisins á þessum stað!“ „Afsakið. En það var þá sem ég nam, hvernig mikilsvirt fyrirtæki geta komið einstöku tekjuliðum þann- 5G VINNAN og verkalýðurinn

x

Vinnan og verkalýðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.