Vinnan og verkalýðurinn - 01.05.1955, Page 15
Verka-
menn á
Akureyri
þurftu
einnig að
hafa sína
verkfalls-
verði á
vegum úti,
til að
stemma
stigu fyrir
uppivöðslu
verkfalls-
brjóta.
hans og „kenna honum að hætta að
gera kröfur“. Þetta var stefna hins
bandaríkjasinnaðasta hluta auðstétt-
arinnar, sem hafði ofmetnazt af auði
sínum og völdum, sem fyrirlítur
verkalýðinn, hatar og hræðist sam-
tök hans og skákaði í skjóli banda-
rískrar hersetu og bandarískrar her-
námsvinnu. Allt fram undir lok verk-
fallsins stóð þessi klíka við stýrið, unz
hún varð að láta undan síga. —
Allt frá upphafi var verkfallið al-
gert. Það kom í ljós, að í þessari miklu
vinnudeilu hafði skapast eining með-
al verkafólksins, sem varla á sinn
líka í íslenzkri verklýðssögu.
Fylking verkfallsmanna samanstóð
af mjög mismunandi félögum fag-
lærðra og ófaglærðra. Stjórnmálalega
náði þessi fylking allt frá hinum
róttækustu til hinna hægrisinnuðu. ,
En aldrei rofnaði þessi fylking né’
kom í hana nein sprunga. Allar á-L
kvarðanir um undirbúning og rekstur
þessa margþætta og vandasama verk-
falls voru gerðar einróma. Og því
meir, sem á verkfallið leið, því ágæt-
ara og traustara varð samstarfið.
A þessari einingu strönduðu allar
tilraunir andstæðinganna til að
sundra verkfallsmönnum og slá niður
verkfall þeirra.
Bardagaaðferð ofstækismannanna í
hópi atvinnurekenda og stjórnmála-
manna þeirra var aðallega þríþætt.
I fyrsta lagi sú stefna þeirra að
knýja verkfallsmenn til ósigurs með
löngu verkfalli og horfa ekki í stund-
arhagsmuni.
í öðru lagi með áróðri í því skyni
að sundra verkfallsmönnum. Að þessu
ieyti var skipulögð hatröm áróðurs-
herferð gegn fagfélögunum og með-
limum þeirra og látið heita svo, að
samningar strönduðu á þeim.
Framhald á bls. 78.
VINNAN og verkalýðurinn
53