Vinnan og verkalýðurinn - 01.05.1955, Blaðsíða 39
ert eftir aðferðum nazistanna á þeirra
blómaskeiði. Hin lýsandi fordæmi
Kínverja, Kóreu og Viet-Nam hafa
fært þessum kúguðu þjóðum sönnun
þess að kúgararnir eru ekki ósigrandi.
Það er því aðeins tímaspurning þang-
að til þessum þjóðum tekst að velta
að fullu af sér okinu og taka að
byggja upp sín lönd til hagsbóta
fyrir íbúana sjálfa.
Það var einstaklega fróðlegt að
bera saman skýrslur þingfulltrúanna
frá austan og vestan tjalds ríkjunum.
í Alþýðulýðveldunum, Rússalandi og
Kína hefur uppbyggingin eftir stríðið
orðið ótrúlega hröð, það hefur tekizt
þar á undra skömmum tíma, að
skapa fólkinu mannsæmandi kjör og
útrýma atvinnuleysi. íbúðabyggingar
og hús til almenningsþarfa eru geysi-
miklar og stöðugt vaxandi, enda er
þörfin mikil í þessum stríðshrjáðu
löndum.
Af ræðum og skýrslum sem þarna
voru fluttar af fulltrúum frá Vestur-
Evrópu mátti glöggt sjá hvernig Ame-
rískt fjármagn er stöðugt að ná fast-
ari tökum á efnahagslífi þjóðanna.
Afleiðingar þessa eru m. a. í bygg-
ingamálum að íbúðabyggingar fyrir
lágtekjufólk fullnægja hvergi nærri
þörfinni, en bygging flugvalla og
annarra hernaðarmannvirkja eykst
hröðum skrefum. Amerískar vörur
þrengja sér inn í markaði þessara
landa og torvelda þar með sölu á
heima unnum vörum. Þetta skapar at-
vinnuleysi og versnandi afkomu vinn-
andi stéttanna, samfara allskonar
braski og spákaupmennsku.
Því miður er ekki rúm hér til að
geta þeirra ályktana, er þarna voru
gerðar, en þær voru margar. Einnar
verður þó að geta, sem var borin
fram af Frökkum, Þjóðverjum, ítöl-
um, Pólverjum og Tékkum, hún var
á þessa leið í stuttu máli:
Skorað var á allan verkalýð Evrópu
og verkalýðsfélög, að boða til ráð-
stefnu með því markmiði:
Að mótmæla endurhervæðingu
Þýzkalands og endurvakningu þýzks
hernaðaranda. Til mótmæla gegn
undirbúningi á atómstyrjöld. Til
varnar gegn árásum á lifskjör og
lýðræðislegan rétt verkalýðsins. Fyrir
sameiginlegu öryggi. Fyrir afvopnun
og síðast en ekki sízt fyrir friði.
Frá alþjóðaþingi
byggingariðnaðar-
manna í Eerlín.
Frá hægri til v.:
Zóphónías Jóns-
son, Gunnar
Össurarson.