Vinnan og verkalýðurinn - 01.05.1955, Blaðsíða 24

Vinnan og verkalýðurinn - 01.05.1955, Blaðsíða 24
ÚR MINNISBÓKINNI Skyldur og lög Eru verkamenn að lögum skyldir til að vera í því verkalýðsfélagi, sem fer með kjarasamninga gagnvart at- vinnurekendum á staðnum. Þessu ber að svara neitandi. Hinsvegar segir 3. grein í Lögum um stéttarfélög og vihnudeilur (Vinnulöggjöfin) m.a. svo: „.... Ein- stakir meðlimir félaganna eru bundn- ir við löglega gerðar samþykktir og samninga félagsins og stéttarsam- bands þess, sem það kann að vera í. Meðlimur stéttarfélags hættir að vera bundinn af samþykktum félags síns og sambands þess, þegar hann samkvæmt reglum félags síns og sambands þess er farinn úr því, en samningar þeir, sem hann hefir orðið Þá er búin þessi senna þarf ei strax að ugga’ urn frið, verða þeir að viðurkenna verkamannafélagið. Aukizt það um helming hefur lieldur var það sigurför, okkur sýnir sú hvað tefur samtakanna heilla kjör. Pukrið ekki einir lengur eflið verklýðs félagið gangi i það hver dáðadrengur og dásamlega kvenfólkið. bundinn af, á meðan hann var fé- lagsmaður, eru skuldbindandi fyrir hann, meðan hann vinnur þau störf, sem samningurinn er um, þar til þeir fyrst gætu fallið úr gildi samkvæmt uppsögn.“ Þess ber að gæta í þessu sambandi, að nú orðið hafa verkalýðsfélög al- mennt það ákvæði í kjarasamningum, að atvinnurekanda er skylt að láta félagsbundna menn viðkomandi félags sitja fyrir vinnu. Þetta for- gansréttarákvæði í kjarasamningum er knúið fram í harðri og langri bar- áttu verkalýðssamtakanna og komst almennt ekki í samninga fyrr en upp úr deilunum 1942 og næstu árin þar á eftir. Með þessu samningsákvæði var slegið úr hendi stéttarandstæð- ingsins biturt vopn, og eftir þetta áttu óstéttvísir einstaklingar erfiðara með en áður að hlaupa undan félagsskyld- um sínum á viðkvæmum augnablik- um, til að vingast við atvinnurekend- ur og tryggja sér vinnufríðindi eða þ u. m. 1. á kostnað heiðarlegra fé- lagsbræðra sinna. Þá er og í lögum margra eða flestra verkalýðsfélaga hér á landi ákvæði, sem gera mönnum óheimilt að fara úr verkalýðsfélagi þegar kaupdeila er í aðsigi. — Hvort tveggja er þetta til að tryggja hagsmuni samtakanna gegn ófélagslyndum einstaklingum, sem lengi geta fyrir fundizt. En það, sem ekki er minna um vert en góð laga og samningsákvæði er það, að hver einstaklingur sé í sínu stéttarfélagi af félagslegum skilningi og hlíði af eigin hvöt lögum þess og samþykktum. G2 VINNAN og verkalýðurinn

x

Vinnan og verkalýðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.