Vinnan og verkalýðurinn - 01.05.1955, Blaðsíða 10

Vinnan og verkalýðurinn - 01.05.1955, Blaðsíða 10
Hvnðao kemur þeim voídið? Einni víðtækustu og harðvítugustu kjaradeilu í sögu landsins er nú lokið. Margt er það, sem vert er að geyma í minni frá þessari sex vikna ba-ráttu og draga læra dóma af, þótt hér verði einkum dvalið við eitt atriði. Þegar verkalýðsfélögin lögðu fram kröfur sínar, sem í megin atriðum voru 25—30% grunnkaupshækkun, 3ja vikna orlof og full framfærsluvísi- tala á kaup, var það almennt viðurkennt að hér væri ekki meira krafizt en verkafólki væri full þörf á og varla það. — Reynt var að vísu af fulltrúum atvinnurekenda að telja fólki trú um að atvinnuvegir og þjóðfélag í heild hefði ekki fjárhagsleg efni á að uppfylla kröfurnar þótt sanngjarnar væru. Hins vegar er það sannað mál að í hreinan herkostnað, til að sporna gegn sanngirniskröfunum hafa foringjar atvinnurekenda og ríkisstjórn þeirra, var- ið meiri fjárhæð en sem numið hefði fullnægingu allra krafna óbreyttra næstu tvö árin eða meira. Af þessu er ljóst að fyrir andstæðingum verkalýðsins skiptu peningar ekki megin máli. — Og úr því ekki strandaði á peningaleysinu, hvers vegna þá þessi grimmilegi hernaður? Hvers vegna þá að skipuleggja slagsmálalið og árásarsveitir dag og nótt á verkfallsverði? Hvers vegna er þá æstur upp götustrákalýður til að reyna að hleypa upp friðsamlegum útisamkomum verkalýðssamtakanna, skipulagðar árásir með rúðubrotum og íkveikjutilraun- um í bækistöðvum verkalýðsfélaga og flokka? „Við horfum ekki í að kasta hundruðum milljóna kr. — og það margborgar sig, ef hægt yrði að brjóta niður verkalýðssamtökin“, er haft eftir stórat- vinnurekanda og svipað einum ráðherra. — Þetta er mergur málsins. I þessari deilu hervæddist óþjóðlegasti og fégírugasti hluti auðstéttarinnar með ríkisstjórn sína að bakhjarli. Og hernaðaráætlunin var að brjóta á bak aftur verkalýðssamtökin. Ekkert skyldi til sparað, hvorki fjármunir né harð- fylgi. — Eftir fall hægri aflanna á Alþýðusambandsþingi s. 1. haust hafði auð- valdsklíkan markað stöðu sína til verkalýðssamtakanna á þessa lund: Ur þvi ég get ekki sagt þér fyrir verkum, þá drep ég þig“. Fyrir allt vinnandi fólk er það nú alvarlegt íhugunarefni hvaða ástand mundi skapast með þjóð vorri ef hinn glæfralegi hernaður gegn verkalýðs- samtökunum næði að skora mark. Hvað mundi verða ef starfandi verka- lýðssamtök væru ekki lengur fyrir hendi? Hér mundi ríkja algert sjálfdæmi auðmannaklíkunnar um kaup og kjör verkafólksins. Örbirgð og menningar- 48 VINNAN og verkalýðurinn

x

Vinnan og verkalýðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.