Vinnan og verkalýðurinn - 01.05.1955, Side 30

Vinnan og verkalýðurinn - 01.05.1955, Side 30
eMri hafa faglega menntun til starfa er veita góð laun. Fyrsta fjölskyMusamfélagshús, sem byggt var í Svíþjóð, er þó ekki undir þessa sökina selt, enda um það sagt, að fullkomnara verði það ekki gert. Húsinu var valinn staður við Norr Málarstrand í Stokkhólmi, en það er talið til fínni (í merkingunni dýrari, þ. e. a. s. efnamanna) hverfa bæjarins. Það er teiknað af einum frægasta arkitekt Svía, Sven Markelius, fyrrv. skipulagsstjóra Stokkhólms. Húsið er heimsfrægt orðið sem dæmi um góð- an arkitektur hvað snertir skipulega innri byggingu og formfagurt útlit. í því eru 57 íbúðir, 1 og 2 herbergi, með baði og eldunarkrók og liggur að honum lyfta fyrir matarföng frá aðal- eldhúsi hússins á 1 hæð. Eldhús þetta ei í sambandi við matsal með sjálf- afgreiðslu og geta íbúarnir valið hvort þeir vilja heMur fá matinn upp í íbúð sína eða neyta hans í matsaln- um niðri. Óski þeir ekki eftir að borða mat frá eMhúsinu geta- þeir eM- að í eigin eMhúskrók í íbúð sinni. Einnig er samband miMi dagheimilis- ins og eMhússins, og eru þessar stofn- anir hússins í beinu sambandi við aðalinngang þess. Þar eð húsið er 7 hæða hátt er í því fólkslyfta úr aðal- fordyri, en stigi liggur úr innri gangi. Á fyrstu hæð er auk þess, sem nefnt er, mjólkurbúð. Við rannsóknir á samfélagshúsum í Stokkhólmi hefur komið í ljós að ánægjan er hvergi jafn almenn og í þessu húsi við John Ericssonsgt. Húsið er byggt 1935. Bankarnir þorðu ekki að lána fé til þessa vafafyrirtækis og var stofnað hlutfélag og var hlutur leigjendanna ákveðinn 9.3% af verði hússins eða ríflega árs leiga. Það liggur því í hlutarins eðli að fátæklingar áttu þar ekki athvarf. Byggingarkostnaður hússins reyndist vera um 800.000,00 skr., en árlegar leigutekjur um 65.000,00 skr. Árið 1943 reyndist hagnaðurinn af rekstri hinna sameiginlegu stofnana, þ. e. mötuneytinu, barnaheimilinu, og hreingerningarmiðstöðinni vera um 3.000,00 skr., og er þá m. a. dregið frá leiguverðmæti þess húsnæðis, sem starfsemin fer fram í. I Svíþjóð, sem annars staðar, er þjóðin greind í þrjá efnahagsflokka. Efnaða, þ. e. menn með æðri mennt- un, forstjóra, heildsala, yfirmenn í opinberri þjónustu, eigendur fram- leiðslufyrirtækja o. s. frv. Millistétt, þ. e. menn með lægri menntun, smá- verzl. menn, menn í lægri opinberum störfum. Og verkalýðstétt. Miðað við þessa skiptingu hafa íbú- ar samfélagshússins í John Erics- sonsgt., Markelíusar-húsins svokall- aða, reynzt vera í tveim efri flokk- unum, næstum að jöfnu, en enginn í binum lægsta. í niðurstöðum nefndar, sem hét „1941-árs befolkningsutredn- ing" var reiknað út að fyrir hjón með 2 börn mundi kosta um 6.250 skr. að búa í Markelíusarhúsinu, en það þýðir að árstekjur fjölsk. þurfa að vera um 10—12.000,00 kr. Við rannsókn á tekjum íbúa húss- ins kom í ljós að slík fjölskylda, hjón með 2 börn, hafði að meðaltali 11.- 670,00 skr. Við rannsókn á því, hvers vegna íbúarnir höfðu flutt í húsið, var nið- urstaðan, að 62% kváðu það vera til að spara heimilisstörfin, og 38% sögðu það vera af tilviljun. Hvernig hagnýta íbúarnir húsið og hverjar eru undirstöður velgengninn- ar í rekstrinum? Eldhúsið og matsal- urinn: 68 VXNNAN og verkalýðurinn

x

Vinnan og verkalýðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.