Vinnan og verkalýðurinn - 01.05.1955, Qupperneq 31

Vinnan og verkalýðurinn - 01.05.1955, Qupperneq 31
Samfélagshús við John Ericsonsgatan 6 Sthlm. Mælikv. ca 1:250 L—Lyfta, M—Matarlyfta, 1—forstofa, 2—stofa, 3—svefnherbergi eða svefn- krókur, 4—bað, E—eldunarkrókur, S—skápur. Matarlyfturnar má telja orsök og skilyrði þess, að svo margar fjölskyld- ur neyta matarins í íbúð sinni (um 77% af íb. sem borða í húsinu). Þrátt fyrir það er um 80% af viðskipum matstofunnar við gesti úr nágrenninu, en þar býr eins og áður er sagt, til- tölulega efnað fólk, sem hefur vanizt því að borða úti og hagnýta þessa heimilislegu nærliggjandi matsölu. Þessi viðskipti út á við má telja skil- yrði fyrir að eldhúsið geti hagnýtzt svo út í æsar, að það getur selt mat sinn við því lága verði, sem þörf er, án þess að rýra gæði hans. Hreingerningar og þvottur: Ibúarnir greiða ákveðna upphæð í hreingerningarsjóð" en úr honum er 4 þjónustustúlkum greidd laun. Þær verður að panta með 3ja daga fyrir- vara og reynist eftirspurnin eftir þeim vera nokkuð jöfn, nema um sumar- mánuðina. Þvottahús, sem tók á móti þvotti íbúanna, þegar þeim hentaði og tók jafnframt að sér þvott utanað frá fyrir hærra verð, var lagt niður, þegar það bar sig ekki. í nágrenninu var þvottahús, sem tók að sér þvottinn við hagkvæmu verði. Barnaheimilið: Barnaheimili hússins er ætlað fyrir 30 börn, þ. e. a. s. 15 2—4 ára börn fyrri helming dags og 15 4—7 ára börn síðari helming dags. Á heimilinu fá börnin 3 máltíðir innifaldið í verð- inu. Sérstakt fyrirkomulag er það, að hægt er að skilja eftir barn í barna- heimilinu skemmri tíma, t. d. á með- an móðir skreppur frá einhverra er- VINNAN og verkdlýSurinn 69

x

Vinnan og verkalýðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.