Vinnan og verkalýðurinn - 01.05.1955, Qupperneq 17

Vinnan og verkalýðurinn - 01.05.1955, Qupperneq 17
innar — og nú fáum við þetta framan í okkur — Hann hrærðist af sinni eigin mælsku og þagnaði. „Segið mér eins og er, Jón Smið- ur“, sagði stjórnarformaðurinn. Hafið þér nokkur ráð með að endurgreiða okkur þetta?“ „Nei“, sagði Jón Smiður. „Hvað ætlið þér þá að gera?“ „Fara til lögreglunnar og gefa mig þar fram“. Það varð andartaks þögn. „Er það nokkuð annað, sem þér Vilduð segja okkur?“ Jón Smiður rétti úr sér og virti þá alla fyrir sér. „Já“, sagði hann. „Mig langar til að segja ykkur hversvegna ég byrjaði á að draga mér fé. Eg vildi að þér skylduð mig — og sérstaklega það, að það er aldrei án orsaka, að maður eins og ég í fastri og öruggri atvinnu, vík af vegi borgaralegra dyggða og gerist lögbrjótur. Það er aldrei að ástæðulausu að maður bregst sínum eigin heiðarleik og sekkur niður í fjárdrátt og óþokkaskap. Oft og einatt lætur maður glepjast af öðrum, mað- ur tekur að apa eftir illum fordæm- um og glatar skynsamlegu mati á hlutunum." „En þér, sem lifið kyrrlátu og heið- virðu lífi, að því er virðist, umgang- ist þó vonandi ekki þau úrþvætti, sem hafa afvegaleitt yður?“ „Nei, ekki er því til að dreyfa og það er ef til vill það furðulegasta. — Það var engu líkara en að ég leidd- ist út í þetta, án þess að gera mér þess grein — að vissu leyti kom þetta af sjálfu sér“. „Afsakið herra Jón Smiður", sagði stjórnarformaðurinn fýldur um leið og hann lagfærði á sér gleraugun — VINNAN og verkalýðurinn „en ég fæ ekki betur séð en að þér séuð vel á vegi með að reyna að af- saka ódæðisverkið. Þér hafið ítrekað á einu ári dregið yður fé og slíkt skeður ekki ósjálfrátt, skyldi maður ætla“. „Jú, að vissu leyti“, sagði Jón og lét sig ekki, „í raun og veru leiddist ég ósjálfrátt útí þetta“. „ „Viljið þér skýra þetta nánar?“ „Það var nú einmitt það, sem mig langaði til og þessvegna bað ég um þennan fund. Eg man það eins og það hefði skeð í gær þegar ég fyrir einu ári byrjaði að reyna þetta. Það var kvöld nokkurt, ég þurfti að vinna auka verk, það var þegar við vorum að keppast við að ljúka skattafram- talinu. Þá var það sem ég hlaut að verða að reikna saman ýmsa tekna- og gjaldaliði og ég hnaut um það, hvernig menn á æðri stöðum höfðu búið reikningsskilin í mínar hendur. Tölum var þannig hagrætt að ýmsum innkomnum tekjuliðum var alveg sleppt“. „En ég fæ ekki séð hvað þetta kem- ur málinu við“, sagði stjórnarfor- maðurinn flaumósa. „Þetta snertir mál mitt einmitt mik- ið,“ sagði Jón Smiður, „því þarna fékk ég að vissu leyti skólun í því, hvernig hægt væri, að vísu í smærri mæli, að halda eftir einstöku innborguðum póstum, án þess að þeir kæmu fram í sjálfum reikningunum og til end- urskoðunarinnar". „Þó það“, greip stjórnarformaður- inn fram í aftur. „Yður kemur bók- staflega ekkert við hvernig fyrirtækið gerir upp reikninga sína fyrir skatta- framtal. Þér hafið hvort eð er engin tök á að hafa nógu glögga yfirsýn yfir þá hluti“. „Eða ber að skilja þetta svo, að þér 55

x

Vinnan og verkalýðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.