Vinnan og verkalýðurinn - 01.05.1955, Blaðsíða 14
yfir verkfalli frá og með 1. marz, er
samningar runnu út, heldur fresta
verkfallsboðun um óákveðinn tíma.
Sá frestur hlaut um leið að verða
próf á það, hvaða vilja atvinnurek-
endur og ríkisstjórn höfðu til þess
að leysa vinnudeiluna án verkfalls.
Þessi ákvörðun verklýðsfélaganna
hafði geysileg áhrif á alla vígstöðu
þeirra þeim í hag og hlaut einróma
lof alls almennings.
Svo sem kunnugt er, hagnýttu
hvorki atvinnurekendur né ríkis-
stjórn sér þennan frest til þess að
semja án verkfalls, heldur þvert á
móti.
í þeim samningaviðræðum, sem
hófust laust fyrir febrúarlok, varð at-
vinnurekendum ekki þokað.
Þann 25. febrúar birti hinsvegar
viðskiptamálaráðherra „skýrslu“, þar
sem fullyrt var, að kaupmáttur Dags-
brúnarlauna hefði aukizt um 1% síð-
an í ársbyrjun 1953!
Um svipað leyti var það hinsvegar
upplýst, að tekjuafgangur ríkissjóðs
1954 hefði numið ca. 97 milljónum
króna og meira að segja „Tíminn“
fullyrti, að þjóðartekjurnar hefðu
aukizt og að verkamenn ættu rétt á
kauphækkun.
Þann 7. marz — viku eftir að samn-
ingar runnu út lagði ríkisstjórnin til,
að deiluaðilar tækju þátt í „hlut-
lausri nefnd“ til þess að rannsaka
„hvort efnahagsástandið í landinu
væri þannig, að atvinnuvegirnir
gætu borið hækkað kaupgjald og
hvort kauphækkanir myndu leiða til
kjarabóta fyrir verkalýðinn“! Þessar
fáránlegu tilraun til þess að sundra
samtökum verkafólksins og láta
kaupdeiluna renna út í sandinn, var
einróma hafnað af verkalýðsfélögun-
um.
Þegar þannig var sýnt, að hvorki
atvinnurekendur né ríkisstjórn ætl-
uðu að nota gefin frest til þess að
forðast vinnustöðvun, ákváðu verka-
lýðsfélögin að boða verkfall frá og
með 18. marz, — og fyrst 4 dögum
fyrir verkfall hafði ríkisstjórnin sig í
að skipa sáttanefnd í deiluna.
Hinn 18. marz hófst síðan hið mikla
verkfall, er stóð í fullar sex vikur.
Um 7000 manns í 12 verklýðsfélögum
í Reykjavík og Hafnarfirði lögðu nið-
ur vinnu. Um hálfum mánuði síðar
bættist Verkamannafélag Akureyrar-
kaupstaðar í hópinn.
Fyrir tilmæli samninganefndar
verklýðsfélaganna ákváðu starfsmenn
við Mjólkursamsöluna og í mjólkur-
búðum að hefja ekki verkfall. Hér
var um einn mikilsverðan lið í þeirri
stefnu verklýðsfélaganna að ræða, að
heyja verkfallið, þannig, að almenn-
ingur nyti sem mestrar þjónustu.
Fyrstu daga verkfallsins voru viss-
ar vonir til staðar um það, að unnt
mundi, þrátt fyrir allt að ná samn-
ingum án langs verkfalls. Þær vonir
reyndust þó tálvonir einar. Atvinnu-
rekendur „buðu“ það sem þeir nefndu
„7% kjarabætur". En janvel þetta
málamyndaboð tóku þeir fljótlega
aftur.
Ástandið skýrist þó fullkomlega á
þriðja degi verkfallsins, þegar ríkis-
stjórnin tilkynnti sáttanefnd, að hún
hefði ekkert til málanna að leggja og
gæti á engan hátt stuðlað að lausn
deilunnar.
Með þessari yfirlýsingu var úr því
skorið, að ofstækisfyllsti hluti yfir-
stéttarinnar, atvinnurekenda og
stjórnmálamanna, réði stefnunni,
þeirri stefnu að reyna að brjóta verkf.
á bak aftur, gersigra verkalýðinn í
löngu verkfalli, sundra samtökum
52
VINNAN og verkalýðurinn