Vinnan og verkalýðurinn - 01.05.1955, Side 28
SKÚLI H. NORDAHL, arkitekt
„Getið þér hugsað yður að búa í
samfélagshúsi?" spurði sænska Gall-
upinstitutet húsmæður víðsvegar um
Svíþjóð, árið 1953.
Þau svör sem oftast komu voru:
„Það verkar svo rússneskt og ein-
stefnukennt.
Það verður of takmarkandi fyrir
einkalífið.
Það mundi vera eins og að búa í
glerhúsi.
Þá vildi ég heldur búa í greni. Eg
vil sjálf gæta heimilis míns.
Einkennilegt fólk, sem vill búa í
slíkum húsum.
Það mundi vera eins og að búa í
opinberri stofnun.
í Svíþjóð vilja allir eiga sitt eigið
litla hús með sínum garði.“
Þegar ég las þessar niðurstöður
datt mér í hug að svörin hér heima
yrðu ekki óáþekk, ef spurt væri á
sama hátt.
Margur er ég hræddur um að brosi
í kampinn og segi: „Vissi ég ekki. Allt
skynsamt og frjálslynt fólk hugsar
þannig. Við þurfum ekki að ræða
þetta mál frekar.“
Jú, það er einmitt það, sem við þurf-
um að gera. Við verðum að fara að
taka ákveðna, jákvæða afstöðu til
hinna síbreytilegu lífshátta og nýrra
híbýlaforma. Við höfum ekki efni á
að láta hleypidóma ráða afstöðu okkar
í þessum málum frekar en öðrum.
Hvað er samfélagshús? Kollektivhus
kallast það víða t. d. í Danmörku og
Svíþjóð. Eftir miklar vangaveltur yfir
nafninu hefur það orðið ofan á að
kalla það samfélagshús, að ráði Helga
Hjörvars. Nafnið skýrir að þetta er
sambýlishús með félagsbú sem sér-
kennir sambýli umfram annað.
Uppruni þessara húsa virðist vera
af tveim togum spunninn þó að menn
hafi ekki ætíð gert sér grein fyrir
því, þegar talað er um samfélagshús.
Sú tegund samfélagshúsa, sem oft-
ast er átt við, þegar um þau er talað,
eru þau hús, sem byggð eru til að
66
VINNAN og verkalýÖurinn