Vinnan og verkalýðurinn - 01.05.1955, Síða 34
eiginkona mannsins síns. Það er því
ennþá nokkur von fyrir hana, því guð
forði því, að þessi unga sál, sem þeg-
ar hefur þjáðst mikið, verði buguð til
fullnustu með nýjum dómi. Það væri
svipað, og að leysa frá aftökustaurn-
um mann, sem búið er að dæma til
dauða og leysa frá augunum á honum
— til þess eins að binda hann aftur
við staurinn, fimm mínútum síðar.
Er hugsanlegt, að engin hliðsjón verði
höfð af barnsþunga ákærðu, sem á
mikla sök í afbrotinu, ef hann er þá
ekki bein orsök þess? Þungi ákærunn-
ar liggur vitanlega í því, að hún
fi amdi afbrotið vitandi vits — en
hvað mikla ábyrgð er hægt að leggja
á vitundina undir þessum kringum-
stæðum? Vitanlega hefur hún getað
verið fullkomlega skýr, þó hin vit-
fyrringslega ástríða hafi náð undir-
tökunum, vegna sjúks ástands henn-
ar. Er þetta alveg óhugsanleg skýr-
ing? Hefði hún ekki verið barnshaf-
andi, hefðu ef til vill hatursfullar
hugsanir ásótt hana eitthvað á þessa
leið: „Réttast væri að henda krakka-
orminum út um iglugganni — þá
hefði ég hana ekki lengur fyrir aug-
unum til að minna mig á móður henn-
ar“. Þetta hefði hún ef til vill hugs-
að, en hún hefði ekki framkvæmt það,
en sökum barnsþungans stóðst hún
tkki freistinguna og framkvæmdi ó-
dæðið Er ekki einmitt þetta kjarni
málsins? Kemur ekki þetta skýrt
fiam í vitnisburði hennar sjálfrar?
Daginn áður ætlar hún að hrinda
barninu út um gluggann, en nær-
vera mannsins hindrar það. Þessa
glæpsamlegu hugsun, sem hún ákveð-
ur í smæstu atriðum (sbr. það, að
taka blómin úr glugganum), er ekki
hægt að flokka undir venjuleg yfir-
lögð afbrot — hér gerist eitthvað af-
brygðilegt, eitthvað ónáttúrlegt.
Hafið þetta hugfast: Eftir að hafa
hrint barninu út um gluggann, og
horft síðan út um sama glugga til
að sjá hvernig því hafi reitt af, (barn-
ið var meðvitundarlaust í nokkrar
mínútur, en úr glugganum var ekki
hægt að sjá annað en að það væri
látið) þá lokar tilræðiskonan glugg-
anum, hefur fataskipti og fer beina
leið á lögreglustöðina og játar allt.
Hefði hún ákært sjálfa sig, ef hún
hefði framið ódæðið eftir fyrirfram
gerðri áætlun? Hvar voru vottar þess,
að hún hefði hrint barninu út um
gluggann? Gat það ekki hafa klifrað
sjálft upp í gluggann og hrapaff? Var
henni ekki í lófa lagið að sanna
manni sínum, að barnið hefði dottið
út um gluggann án þess hún hefði
getað hindrað það? Já, jafnvel þó
hún hefði strax komizt að því, að
barnið var ekki einu sinni slasað, og
hefði því getað borið vitni gegn
henni, hefði hún ekkert þurft að ótt-
ast, því hvað hefði rannsóknardóm-
ari getað byggt á framburði sex ára
barns? Hefði hann trúað, að því
hefði verið hrint aftan frá? Hvaða
læknir sem var, hefði staðfest, að
mjög eðlilegt væri að um leið og hún
missti jafnvægið, hefði henni „fund-
izt“, að einhver þrifi í fæturna á sér
og hrinti henni.
Fyrst svona er í pottinn búið —
hvers vegna ákærir þá afbrotakonan
sig sjálf? Því munu margir svara á
þessa leið: Hún var örvæntandi, og
vildi þess vegna gera endi á þessu á
einn eða annan hátt. Önnur skilgrein-
ing er vart hugsanleg En jafnvel þessi
eina hugsanlega skýring skýrir einn-
ig greinilega fyrir okkur sálaröng-
72
VINNAN og verkálýðurinn