Vinnan og verkalýðurinn - 01.05.1955, Page 29
létta heimilisstörfin þeim húsmœðr-
um, sem af fjárhagsaðstæðum verða
einnig að vinna utan heimilisins. Skal
síðar vikið að þeim.
Hin tegundin, sem oftast gleymist
í þessum umræðum, er samfélagshús
fyrir efnað fólk og er hlutverk þeirra
að auka þægindi þeirra, sem hafa efni
á að greiða fyrir þau, til þess að auka
frístundir sínar til f j ölskrúðugra
menningar- eða félagslífs. Nokkurs
konar hótel. Eru þau algengust í
Engilsaxneskum löndum. Eins og aug-
ljóst er eiga þessar tegundir híbýla-
forma tvær gerólíkar forsendur og sé
ekki vandlega greint á milli þeirra
er hætt við misskilningi, sem að mín-
um dómi er ein af orsökunum fyrir
hinni hægu þróun á þessu sviði.
Markelíusarhúsið við Ericsonsgötu.
VINNAN og verkalýSurinn
Hin félagslegu vandamál, sem eru
afleiðingar iðnþróunarinnar og vaxtar
borganna, hafa skapað marga hug-
sjónamenn, er vildu leysa vandamál
þeirra er verstu urðu úti, en það eru
hinar fátækustu verkamannahúsmæð-
ur, einstakar mæður og börn þeirra.
Þær tilraunir, sem hingað til hafa
verið gerðar til að leysa þennan vanda
hafa ekki heppnast af fjárhagslegum
ástæðum. Þó mun vera munur á þró-
uninni í auðvaldsríkjunum og t. d. í
Sovétríkjunum og gæti þróunin þar
verið lærdómsrík til kynningar. Hér
skal þó haldið sér að þróuninni þar
sem félags- og fjármálakerfið er það
sama og hérlendis.
Á árunum eftir fyrri heimsstyrj-
öldina átti sér stað meðal arkitekta
meginlands Evrópu þróun, sem beindi
áhuga þeirra og starfskröftum í vax-
andi mæli að hinni félagslegu hlið
starfs þeirra. Þeir fóru að líta fagur-
fræði og tæki í ljósi félagslegra for-
sendna. Þeir vöktu hugmyndirnar um
samfélagshús úr dvalanum á nýjan
leik.
Vegna þess, sem áður er sagt, að
ekki hefur verið gerður nægur grein-
armunur á forsendum hinna tveggja
ólíku forma samfélagshúsa, hafa ýms-
ir örðugleikar orðið á vegi hugsjóna-
manna þeirra, sem höfðu þor og bol-
magn til að koma hugmyndum sínum
í framkvæmd.
Þannig hafa t. d. flest samfélagshús
verið miðuð við að verða til að leysa
vandamál fátækra fjölskyldna, en m.
a. vegna þess hvernig fjármagnið til
starfseminnar er fengið með stofnun
hlutafélaga, sem eiga að skila hagnaði,
hafa þau orðið svo dýrt hýbýlaform,
að þau hafa fyrst og fremst orðið að
gagni efnaðri millistétt og sérlega
þeim fjölskyldum, þar sem bæði for-
67