Vinnan og verkalýðurinn - 01.05.1955, Qupperneq 25
f'élacj Ll^aélaamkja
20 ana
Félag bifvélavirkja í Reykjavík var
stofnað 17. janúar 1935 og átti því sitt
tvítugsafmæli þennan dag í jan. s.l.
Fyrstu stjórn félagsins skipuðu Eirík-
ur Gröndal, formaður, Nicolai Þor-
steinsson, gjaldkeri, og Óskar Krist-
jánsson ritari.
Stofnár þessa félags var að ýmsu
leyti merkisár m.a. fyrir það, að þá
fengu bifvélavirkjar rétt sinn að lög-
um sem iðnaðarmenn. En á undan-
gegnum árum höfðu bifvélavirkjar,
jafnt vinnukaupendur sem vinnu-
seljendur háð sameiginlega baráttu
fyrir löggildingu iðninnar.
Þessi sameiginlega réttindabarátta
varð orsök þess að meistarar og svein-
ar voru sameiginlega stofnendur fé-
lagsins og nutu hvorir tveggja rétt-
inda innan félagsins fyrstu starfsár
þess. Brátt kom þó í ljós, að meistar-
arnir urðu þar hagsmunabaráttu
Eiríkur Gröndal,
fyrsti formaður félagsins.
Valdimar Leonhardsson,
formaður félagsins síðan 1937.
sveinanna fjötur um fót. Og þar
kom, að sveinarnir, sem voru í meiri
hluta, tóku sig til og losuðu félagið
við atvinnurekendurna. Þetta gerðist
árið 1937.
Nokkru síðar var félagið tekið í Al-
þýðusamband íslands. Sama ár nær
það sínum fyrstu kjarasamning-
um, eftir fimm vikna harðvítugt verk-
fall og fær sig viðurkennt sem samn-
ingsaðila hjá atvinnurekendum. Þessa
fyrstu eldraun stóðust samtök bif-
vélavirkja af hinni mestu prýði.
Svo margþætt er barátta Félags
bifvélavirkja á tuttugu ára starfsferli
þess, að of langt mál væri að rekja
þá sögu í einstökum atriðum hér. En
rétt er þó að minnast á verkfallið
1949 er stóð í 72 daga og lyktaði
VINNAN og verkalýðurinn
63