Vinnan og verkalýðurinn - 01.05.1955, Blaðsíða 21
r——---------------------------------------------------------—---------s
1. maí-ávarp Alþjóðasambands verkalýðsfélaganna
Alþjóðasamband verkalýðsfélaganna, WF.T.U., sendir ykkur hlýjar
bróðurkveðjur og sínar beztu óskir í tilefni dagsins.
Á undanförnum árum hafið þið staðið í harðri baráttu fyrir bættum
lífskjörum, friði og frelsi. Þessi barátta stendur enn yfir og fram-
undan eru frekari átök.
;Til viðbótar áhyggjunum um lífsafkomu bætist nú óttinn við
styrjöld.
Hringavaldið og þjónar þess í ríkisstjórnum, erindrekar stórvelda-
stefnu og nýlendukúgunar, fara ekki lengur í felur með áform sín.
Það eru ekki lengur ógnanir einar saman, heldur hamslaus undir-
búningur árásarstyrjaldar gegn ríkjum alþýðunnar, þar sem arðráninu
er útrýmt og verkalýðurinn er sinnar eigin gæfu smiður.
Fjöldi þeirra verðmæta, sem mannkynið hefir skapað með vinnu huga
og handa, árangur framvindunnar, er í hættu og miklum hluta mann-
kynsins ógnað með algerri tortímingu. Alþýðan verður að treysta
einingu sína gegn tortímingaröflunum og hinni glæpsamlegu stefnu
þeirra.
Verkalýðurinn í bandalagi við framfaraöflin verður að einbeita orku
sinni gegn eyðingarstyrjöld, gegn hervæðingu Vestur-Þýzkalands og
gegn uppegningum Bandaríkjanna í Evrópu og Asíu.
Við getum og verðum að varðveita verðmæti lífsins, verðmætin sem
verkalýðurinn hefir skapað.
Einhugur verkalýðsins og samfylking er sterkari en nokkrar vítis-
sprengjur, sterkari en öll áform stríðsæsingamannanna.
Gerið 1. maí að voldugri viðvörun milljóna vinnandi fólks um víða
veröld.
Tryggjum að baráttan fyrir bættum kjörum, fyrir réttindum verka-
lýðssamtakanna, fyrir frelsi og varanlegum friði, verði höfuð innihald
þessa alþjóðlega baráttudags, dags samhugs og samstarfs.
Vín, 31. marz 1955.
W. F. T. U.
V-___________________________________________________________________/
fjárdrátt,“ sagði hann er hann mátti,,— sérstaklega þegar þess er gætt,
mæli. að ég hef ekki stolið frá þeim svo
„Ágætisútkoma,11 sagði Jón Smiður.miklu sem eyrisvirði.”
VINNAN og verkalýðurinn
59