Vinnan og verkalýðurinn - 01.05.1955, Qupperneq 20

Vinnan og verkalýðurinn - 01.05.1955, Qupperneq 20
„Lofið þér mér að tala út. Ekki er óhugsandi að við gætum hækkað laun yðar eitthvað sem um munaði. Vegna þess að við berum allir góðan hug til yðar, gætum við hækkað yður um einn launaflokk." „Það bætir ekkert úr skák,“ sagði Jón Smiður ósveigjanlegur. „Fyrir- tækið launar engum starfsmanni sín- um neitt sérstaklega vel. Eg háfði helzt hugsað mér að byrja brask upp á eigin spýtur. Auðvitað hlýt ég fyrst að leysa frá skjóðunni við lögregluna, segja henni allt af létta og taka út refsinguna." „Allt?" spurði stjórnarformaðurinn og strauk sig niður nefið. „Já, allt“. Og stjórnarherrarnir lögðu á ný höfuð sín í bleyti. Svo ant er okkur um yður, að við munum ganga svo langt sem unt er yður til bjargar," sagði forstjórinn. „Það er beinlínis ætlan okkar að sleppa yður við að endurgreiða fjár- dráttinn. Okkur hlýtur að lánast, að dylja þetta í reikningunum með ein- hverjum ráðum. „Ykkur ætti ekki að verða skota- skuld úr því,“ sagði Jón Smiður. „Og þá losnum við við, eða réttara sagt þér við, að blanda lögreglunni í málið.“ Og Jón Smiður brosti sínu yndis- legasta brosi til stjórnarherranna við borðið. „Þá ætti mér ekki að vera neitt að vanbúnaði, að byrja á mínu eigin fyrirtæki," sagði hann. „Það var lóðið“. „Bara að mér takist að svæla út stofnfé," bætti Jón við. Og enn einu sinni gengu augnagot- urnar milli hinna virðulegu stjórn- arherra. „Til þess að sanna yður að við erum ekki með neina smásmygli, erum við reiðubúnir að hjálpa yður um 20 þús- und krónur til að byrja með, sem stofnfé." „En ég kemst ekki af með minna en 50 þúsundir," sagði Jón. „Er það nú ekki íulllangt gengið sérstaklega með tilliti til þess að um fjárdrátt hér í fyrirtækinu er ....“ byrjaði varaformaðurinn, snöggur upp á lagið. „Jú, og sei sei jú“, sagði Jón og var hinn sáttfúsasti. „Það hefur líka alltaf verið ætlan mín að gefa mig fram við lögregl...." „Þá segjum við bara 50 þúsund". sagði stjórnarformaðurinn. „En þar með er allt kjaftæði um lögreglu og þvílíka óhugnan úr sögunni." „Ekki nema sjálfsagt,“ sagði Jón smiður, þakkaði stjórnarherrunum fyrir ánægjulegan fund, skilning þeirra og góðvild alla. — „Jæja þá,“ sagði Magnús konoristi, sem hafði beðið með eftirvæntingu eftir Jóni á fremri skrifstofunni. „Eg meðgekk að hafa verið valdur að fjárdrættinum," sagði Jón Smiður. „Þú“. Magnús kontoristi starði bpnum munni, en samtímis var sem fargi væri létt af svartri samvizku hans. „Já,“ en við urðum sammála um að láta allt liggja í þagnargildi. Eg fer héðan úr fyrirtækinu og byrja sjálfur upp á eigin spýtur. Þeir skenktu mér hvorki meira né minna en 50 þúsundir í stofnfé." Munnur Magnúsar opnaðist ennþá meir. Hann gapti. „Þetta verður að kallast útkoma í lagi eftir að hafa meðgengið stóran 58 VINNAN og verkalýðurinn

x

Vinnan og verkalýðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.