Bergmál - 01.02.1948, Blaðsíða 6
B E R G M Á L
F E B R Ú A R
þurrkaði síðan úr skegginu.
„Mér hefur verið sagt að þú
hafir einnig tekið til fanga
margar ambáttir", sagði hann
síðan liægt, og eins og með
varúð.
Scipío leit á hann.
„Hver segir það?“
Hinn yppti öxlum.
„Það er sagt að þú hafir
einnig haft með þér frá Bret-
landi undurfagra, kornunga,
ljóshærða ambátt?"
„Já, það er satt, Jacundus.
Hún heitir Gísella og er höfð-
ingjadóttir. Hár hennar er sem
spunnið gull og augun blá sem
himinninn".
„Flún hlýtur að vera mjög
fögur“, sagði Jacundus.
„Hún er fegurri en allt, sem
fagurt er“, anzaði Scipío og
klappaði nú saman höndunum.
í sömu andrá kom inn svartur
þræll, Koogu. Hann fleygði sér
flötum frammi fyrir herra sín-
um.
„Þú kallaðir herra“, sagði
hann.
„Færðu Gísellu hingað“.
Svertinginn fór og Jacundus
drakk meira vín.
„Þú hefur ef til vill frétt það,
Scipío, að Nero hefur skilið við
konu sína, Poppeu?“
Scipío kinkaði kolli. „Ég veit
það. — Fögur kona Poppea —
fögur sem syndin, Jacundus“.
„Já, kæri vinur, Nero er vand-
látur á konur“, anzaði Jacund-
us, enn brosandi.
Dyratjöldunum var slegið til
hliðar og kona gekk inn í her-
bergið. Hún var klædd næfur-
þunnri skikkju og bar liana eins
og ambátt var skylt. Ljóst, fag-
urt liárið, var sett upp í hnút í
hnakkanum. Stór, blá augun
virtu óttaslegin hina tvo karl-
menn fyrir sér. Jacundus fylgdi
hverri hreyfingu hennar eftir
með athygli. Scipío reisti sig
upp til hálfs.
„Þetta er Gísella", sagði hann.
Jacundus kinkaði kolli. „Lag-
leg“, sagði hann aðeins.
Stúlkan kom nær. Hreyfingar
hennar voru þrungnar með-
fæddum yndisþokka.
„Hún er gyðju líkust", sagði
Jacundus, hrifinn.
Scipío brosti ánægjulega.
Hann gladdist óutnræðilega af
herfangi sínu. Jafnfögur kona
og Gísella fannst ekki í Róma-
borg.
Jacundus var risinn á fætur
og gekk nú umhverfis hana og
athugaði gaumgæfilega, frá öll-
um hliðum. Augun gneistuðu
af girnd. Scipío virti hann fyrir
sér um stund, síðan sagði hann:
4