Bergmál - 01.02.1948, Side 8

Bergmál - 01.02.1948, Side 8
B E R G M Á L vinur minn. Mæsa er fögur kona, — en Gísellan þín hefur það fram yfir aðrar, að hún er ljóshærð. Ljóshærð stúlka er afar sjaldgæf hér og Nero er hrifnastur af því, sem er sjald- gæft“. Scipío beit á vör. „Þú ert séð- ur Jacundus, fjandanum séðari. Þú veizt að eitt orð af Neros vörum mundi svipta þig Mæsu. Þess vegna er um að gera fyrir þig nú, að fá athygli hans bcint inn á aðrar brautir". Jacundus svaraði þessu engu. Hann stóð á fætur. „Ég hef í ýmsu að snúast, Scipío“, sagði liann, „vertu sæll“. Scipío horfði á eftir honum. Þegar Jacundus var farinn, barði hann hnefunum í borðið. „Bara að undirheimar tækju þrjótinn þann arna“, sagði hann. Mæsa hin fagra, eiginkona Jacundusar, lá makindalega á legubekk klæddum hlébarða- skinni, en tíu ambáttir snvrtu hana hátt og lágt. Þær smurðu líkama hennar dýrindis i!m- vötnum frá Austurlöndum, greiddu kolsvart hárið og yddu og lakkeruðu neglur hennar. Mæsa hafði nýlokið við að baða sig úr ösnumjólk. Jacundus sat ------------------- F E b r ú A R á meðan og át appelsínur og virti fyrir sér hina undurfögru eiginkonu sína. — Hún var fög- ur þar sem hún lá þarna — feg- urri en fíestar aðrar konur t Róm. Samt sá hann alltaf fvrir sér mynd Gísellu. Fögru, Ijósu lokkana hennar, bláu augun og fyrirmannlegu framkomuna. „Heldurðu að Nero verði á- nægður með mig?“ spurði Mæsa um leið og hún speglaði sig vandlega. Jacundus spýtti út úr sér nokkrum vínberjakjörnum . „Þú — virðist leggja eitthvað upp úr því að hann geri það?" „Auðvitað — Nero er keis- ari“. „Og, — og ég er bara ríkisfé- hirðir — viltu meina?" Hún brosti. Hún itafði bogið nef og varir hennar !ýstu girnd og aftur girnd. Hún var G)ð- ingur eins og hann „Þú mund komast enn hæira, Jacundus, ef ég verð keisara- drottning". „Ég er ánægður með að vcra ríkisféhirðir, Mæsa ‘. „Senator er fírrna - og ráð- herra enn fínna“, sagði hún brosandi. Hann beit á vör. „Enn ertu ekki keisaradrottning, Mæsa“. 6

x

Bergmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.