Bergmál - 01.02.1948, Síða 9

Bergmál - 01.02.1948, Síða 9
B E R G M Á L 1 948 -------------------------- Og þú efast um að ég verði það, eða hvað?“ >>Já . Hún var nú öll ein athygli. Augun blossuðu. „Hvað er það, sem kemur þér til að ætla að Nero muni forsmá mig?“ spurði hún hæðnislesra. o „Scipío“, sagði hann og starði á hana. „Hann tók með sér frá Bretlandi ambátt að nafni Gí- sella. Hún er ljóshærð og undur- fögur. Nero mundi óðara falla fyrir henni, Mæsa, ef hann fengi hana augum litið. Fegurð henn- ar er ólýsanleg. Hár hennar lík- ist fljótandi gulli og .... Hún þaut upp. Allur líkami hennar skalf af æsingu. „Hypjið ykkur burtu!“, öskr- aði hún til ambáttanna. „Farið þið!“ Þegar þau voru orðin ein, kom hún til hans. „Þú lieldur að Nero muni falla fyrir ljóshærðri kvennsu — ha? Ég veit að ég er falleg, Ja- cundus, fallegri en flestar konur hér — fallegri en Poppea". Hún teygði sig og sýndi honum fagr- an líkama sinn. „En þú ert ekki ljóshærð, Mæsa“. Hann fór frá henni, því að hann vissi að hún mundi nú vera í hræðilegu skapi. Þegar hann var kominn út úr herberg- inu heyrði hann greinilega þeg- ar hún þeytti speglum og öðrum munum, sem fóru í þúsund mola á gólfinu. Mæsa var hræði- lega illa lynt. Þetta ár kom pestin til Róma- borgar. Hún kom frá Grikk- landi. Allt var gert til að verjast henni, en árangurslaust. Margir létust. Pestin var kölluð „Bláu dílarnir", vegna þess að fyrstu einkenui hennar voru bláir díl- ar, sem komu á líkamann hing- að og þangað. Þessir bláu dílar breiddust út með skelfilegum hraða. Morgunn nokkurn er Sora, þerna og ambátt Mæsu kom inn til húsmóður sinnar og féll á kné og beygði sig niður að gólfi og beið eftir skipunum, starði hin fagra Mæsa á hnakka henn- ar. Tveir bláir blettir voru greinilegir undir hinni dökku húð. Hún starði á þá með skelf- ingu í augnaráðinu. í fyrstu lá henni við að reka upp öskur og skipa núbíuþrælunum að kasta hinni ógæfusömu ambátt út í nöðrugarðinn, en — allt í einu færðist yfir andlit hennar fólsku- legt bros. „Sóra“, sagði hún. „Farðu til Gísellu, eftirlætis-ambáttar Sci- 7

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.