Bergmál - 01.02.1948, Síða 11

Bergmál - 01.02.1948, Síða 11
1 94 8 ------------------------ unga Plautius, öldungaráðs- manni Hatursglampi kom í augu Mæsu. „En skartgripaskrínið, hvar er það?“ „Hér er það, frú“, sagði Sora og rétti það Mæsu. Mæsa hrifsaði það til sín, því að hún var fégráðug. En á næsta augnabliki þeytti hún því frá sér, og spratt á fætur. Hún hröklaðist aftur á bak, gripin ofsalegii hræðslu. Hún hafði snert á skríninu, — sem Sora hafði haldið á — og Sora var með pestina. Skelfingin hertók hana. Hún kallaði æðisgengin á varðmenn og skipaði þeim að fleygja Soru fyrir eiturnöðr- urnar. Er varðmennirnir drógu burt Soru, sem var fárveik orðin af hitasótt, fleygði Mæsa sér á legu- bekkinn og titraði af angist og ótta. — Skömmu síðar reis hún á fætur og hraðaði sér til skemmu sinnar. Hún þeytti af sér dýrindis klæðnaði sínum og nakin stóð hún frammi fyrir speglinum í silfurumgjörð og rannsakaði sjálfandi líkama sinn frá hvirfl til ilja. — Hún grand- skoðaði bjóstin, bakið, fæturna — nei þar var ekkert, þar voru ---------------- B E R G M Á L engir bláir blettir. Hrafnsvart hárið á líkama hennar varð enn dekkra en venjulega, því að hún var náföl, og kolsvört aug- un stungu í stúf við hvítt and- litið. Og þá kom hún auga á þá, allt í einu . Þeir voru á úlnliðn- urn. Tveir litlir bláir dílar, sem urðu dekkri smám saman. Pest- in! Það var engum efa undir- orpið. Hún var með pestina; dauðadæmd. Hún lét fallast niður í stól. Augun voru dökk sem gröfin og andlitið hvítt sem kalk. Hún strauk hendinni um ennið, það var rakt af svita. Hún boraði höndunum niður í púðana og reif þá í sundur með krampa- kenndu fálmi milli langra fingr- anna. Herbergið var sem í þoku fyrir augum hennar. Dyrnar opnuðust og Jacund- us stóð í gættinni. „Mæsa“, sagði hann. „Nero spyr eftir þér og vill finna þig“. Hún starði á hann — svo brast hún í brjálæðiskenndan hlátur. „Nero“. Hún hló aítur. Hún ætlaði að standa á fætur, en féll um leið flöt á gólfið og hreyfði sig ekki eftir það. 9

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.