Bergmál - 01.02.1948, Qupperneq 13
B E R G M Á L
1948
hinn alþekkti andatrúarmaður Raumer sagði einhverju sinni, að
hann hefði aldrei þekkt mann, sem hefði verið eins vel lagaður til
að taka á xnóti yfirnáttúrlegum fyrirbrigðum, sem ég.
Hvernig sem þessu er nú varið, þá er það sannleikur, að mér
leið engan veginn vel, þegar ég var að ryðja mér braut gegnum
mannfjöldann, sem stóð á þilfarinu og æjrti og hljóðaði, sumir
grátandi en sumir hlæjandi og skríkjandi.
Ef ég hefði fengið að vita, jafnvel þó ekki hefði verið fyrr en á
því seinasta andartaki, hvað ég átti að þola og reyna á þeim næstu
12 klukkustundum, mundi ég eflaust hafa hent mér í land af skip-
inu. Skipstjóri leit á úrið, kallaði og sagði: „Af stað“, og stakk úr-
inu aftur í vasa sinn.
„Af stað“, hrópaði stýrimaðurinn. Gufublístran hvein við og
vinir og kunningjar farþeganna flýttu sér í land. Landfestin önnur
var leyst og var verið að draga lausabryggjuna upp. Allt í einu
heyrðist óp frá foringjapallinum, að bíða skyldi við.
Tveir menn komu lilaupandi niður að skipakvínni og bentu og
böðuðu út höndunum, og var auðséð að þeir ætluðu að ná í skipið.
„Bíðið við“, grenjaði skipstjórinn. Þessir tveir menn komust út á
skipið, rétt í því, sem hin landfestin var leyst. Síðan var bryggjan
dregin upp og skipið var laust frá landi. Opin gullu við bæði á
skipinu og í landi, og veifað var með vasaklútunum nokkra stund.
Síðan leið skipið tignarlega út úr höfninni, og stefndi út á hið
breiða haf. Þessi hálfsmánaðarferð var nú vel byrjuð. Farþegarnir
hurfu smátt og srnátt niður í farrúmin, til þess að leita sér að rúm-
stæði og líta eftir farangrinum. Út frá gestasalnum mátti hevra
smelli í töppum, þar sem nokkrir, sem orðið höfðu að skilja við
vini og vandamenn í Boston, höfðu tekið til þess úrræðis að deyfa
saknaðartilfinninguna með nokkrum glösum af víni.
Ég gekk fram og aftur á þiljunum, og horfði á og virti samferða-
menn mína fyrir mér. Flest af þeim voru þessi vanalegu andlit, eins
og sjást við slík tækifæri. Þar var ekkert, sem var nokkuð sérlega
einkennilegt. Ég tala af þekkingu, því að mannsandlit eru mín sér-
staka fræðigrein. Þegar ég rek augun í eitthvert öðrum fremur ein-
kennilegt andlit, geymi ég mynd þess í huga mér og skoða hana og
rannsaka í ró og næði, sem grasafræðingurinn grösin, heimfæri
II