Bergmál - 01.02.1948, Blaðsíða 14

Bergmál - 01.02.1948, Blaðsíða 14
F E B R Ú A R B E R G M Á L það undir vissan flokk og set tölumerki við það í mínu mannfræði- lega safni. En þar var ekkert, sem nokkuð var í varið. Þar voru menn af öllum stéttum. Ungir, lífsglaðir menn frá Ameríku, sem ætluðu að bregða sér til Evrópu, sömuleiðis rosknir og ráðnir menn, handverksmenn, farandsalar, enskir þurradrumbar, prestar og ungar stúlkur og gamlar fi'úr, sá margbreytti múgur, sem vana- lega gefur að líta á gufuskipum Atlantshafsins. Síðan sneri ég mér frá farþegunum og horfði til strandar Ameríku, sem var að hverfa og fann um leði til sárs saknaðar, því að þar hafði ég lifað marga gleðistundina. Hinum megin á þilfarinu, lá stór hrúga af ferða- pokum og öðrum farangri, sem enn hafði ekki verið látinn niður í skipið. Af því að ég kunni bezt við mig þar sem ég gat verið einn fyrir mig, þá dró ég mig út úr fjöldanum og valdi mér stað þar á bak við farangurshrúguna, út við borðstokkinn, settist þar niður á kaðlabunka og tók að hugsa um alvöru lífsins. Allt í einu heyrði ég, að sagt var rétt hjá mér: „Hér er hentugur staður, hér heyrir enginn til okkar; hér skul- um við setjast og tala saman“. Ég leit upp og sá að hinum megin við hrúguna stóðu þeir tveir, sem komu rétt í því sem skipið var að leggja frá landi. Auðsjáanlega höfðu þeir ekki tekið eftir að ég sat þarna saman krepptur á bak við farangurshrúguna. Sá, sem talað hafði, var maður hár vexti, magur, fölleitur, jarpur á hár og skegg. Hann var mjög hvikur og órólegur í bragði. Félagi hans var lágur maður, riðvaxinn, rjóður í andliti, ein- beittur og alvarlegur á svip. Hann hafði vindil í munni og bar yfir- höfn á vinstri handlegg. Þeir litu báðir í kringum sig, augljóslega til að gá að, hvort nokkur væri sá í nánd, sem gæti heyrt til þeirra. „Já, þetta er einmitt staðurinn til þess“, heyrði ég að hinn sagði. Þeir settust þar niður á vörubagga, sneru að mér bakinu og tóku að tala saman; og mjög nauðugur varð ég að standa þarna á hleri og hlusta á samtal þeirra. „Jæja, Muller“, sagði sá hái, „þá erum við komnir klaklaust með hann út á skipið“. „Já, víst er það“, svaraði sá, sem Muller var nefndur. „Það mátti ekki tæpara standa". 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.