Bergmál - 01.02.1948, Qupperneq 17
1 9 4 8 -------------------------------------------- B E R G M Á L
um, sem héngu rétt fyrir ofan þilfarið. Ég lagðist því þar fyrir og
horfði upp í heiðan himininn, þjáður af sjósótt og þessum hræði-
legu hugsunum. Ég velti í huga mínum orðum þessara tveggja
manna, sem ég nýlega hafði hlustað á, til þess að vita, hvort unnt
væri að fá nokkra aðra ráðning á þeim, en þá sem ég hafði fengið
og þóttist viss um að væri sú eina rétta. Skynsemi mín neyddi mig
til að játa, að það væri ómögulegt. Mér fannst að ég hafa svo öfl-
ugar sannanir og líkurnar væru svo miklar fyrir því að grunur
minn væri réttur; fyrst að þeir komu síðastir allra út á skipið, til
þess að farangur þeirra yrði ekki rannsakaður. Nafnið „Flannigan"
bar einhvern keim af írsku sprengitundurssamsæri, en nafnið
„Muller“ hafði aftur á sér jafnaðarmanna- og morðingjablæ. Þeirra
íbyggna framferði og orð þau, að áform þeirra hefði orðið að engu,
ef þeir hefðu komið of seint; og óttinn fyrir því að einhver tæki
eftir þeim. En sterkasta sönnunin var þó sá litli ferhyrndi kistill
með hananum á lokinu og orðin, að mönnum mundi víst verða
bilt við ef hleypt yrði af, af vangá. Var það hugsanlegt, að hér gæti
verið að ræða um annað en menn frá einhverju leynilegu stjórn-
leysingjafélagi, sem sendir hefðu verið til þess að sprengja skipið
og allt, senr á því væri, í loft upp. Hinn hvíti þráður, sem ég sá, að
annar þeirra stakk niður í kistilinn, var efalaust einhver leiðslu-
þráður eða uppkveikja, sem nota skyldi við sprenginguna. Sjálfur
hafði ég heyrt hljóð koma upp úr kistlinum, og hlaut því hér um
eitthvað vélatól að ræða. Hvað gat legið í orðunum: „kvöld“. Var
það áform þeirra að fremja þetta hræðilega verk fyrsta kvöldið, sem
þeir væru á skipinu? Við þessa hugsun féll kaldur sviti um mig allan
og lét mig gleyma alveg þjáningum sjóveikinnar.
Ég hef hvorki verið gæddur líkamlegu né siðferðilegu þreki um
dagana. Er þó mjög sjaldgæft, að sama manninn vanti hvort tveggja.
Ég hef þekkt margan mann, mjög kvíðafullan fyrir hverri líkams-
hættu, en að öðru leyti gæddan sjálfstæði og miklu sálarþreki. Þó
að leitt sé, verð ég sjálfur að játa, að hinn einmanalegi lífsferill
minn hefur stutt mjög að því, að vekja hjá mér ótta og óbeit á að
gjöra nokkuð það, sem bæri mikið á eða yfir höfuð að láta aðra
taka eftir mér. Og fyrir öllu þess konar hef ég kviðið miklu meira,
en þótt ég hefði átt að mæta líkamlegri misþyrmingu.
15