Bergmál - 01.02.1948, Blaðsíða 27
1 9 4 8 ---------------------------------------------- B E R G M Á L
„Ef þú þykist viss um það“, sagði Dick með alvörusvip, „þá er
það sannarlega skylda þín að láta skipstjórann vita það“.
„Það segir þú satt“, svaraði ég, „og það ætla ég mér að gera. Það
er þetta gamla uppburðarleysi, sem er mér alltaf til meins. En það
er þó það eina, sem hægt er að taka til bragðs“.
„Farðu þá og gerðu það þegar í stað“, sagði Dick, „en í öllum
bænum láttu mín samt ekki getið“.
r „Ég ætla að tala við hann þegar hann kemur ofan af skipstjóra-
pallinum“, svaraði ég; „en á meðal ætla ég að hafa augun á þeim“.
„Segðu mér svo hvernig það gengur“, sagði Dick og gekk burt
frá mér, til þess að leita uppi stúlku þá, sem sat næst honum við
borðið, að því er ég liélt.
Nú datt mér í hug báturinn, sem ég hafði legið í um morgun-
inn, að ég skyldi vitja þangað og hugsa mig þar betur um, hvað
gera skyldi. Það gerði ég líka og þaðan gat ég haft auga á þessum
tveimur félögum. Svo leið ein klukkustund. — Skipstjórinn var
stöðugt uppi á stjórnpallinum og var að tala þar við einn af far-
þegunum, fyrrverandi sjóliðsforingja, auðvitað um eitthvað, sem
snerti sjómannafræði. Nú var orðið svo dimmt, að ég gat naumlega
grillt Flanningan og félaga hans í myrkrinu. Þeir stóðu alltaf í
sömu sporum að heita mátti. Nokkrir af farþegunum voru enn þá
uppi á þilfarinu, en flestir voru gengnir niður í farrýmin. Undar-
leg kyrrð ríkti bæði yfir sjó og vindi. Það eina, sem heyrðist, var
skröltið í skipsskrúfunni. Svo leið enn hálftími. Skipstjóri var enn
uppi á stjórnpallinum. Það var sem hann ætlaði aldrei að koma
niður þaðan. Taugar nn'nar voru svo viðkvæmar, að ég hrökk við
í hvert sinn, sem ég heyrði fótatak á þilfarinu. Ég gægðist upp úr
bátnum og sá að þessir tveir grunsamlegu félagar höfðu fært sig
til og stóðu að kalla mátti alveg beint undir bátnum, sem ég lá í.
Birtuna frá einu af ljóskerunum lagði beint framan í andlitið á
Flanningan. Muller sá ég að bar þá fyrr umgetnu kápu á hand-
leggnum. Ég hneig aftur á bak í bátinn. Þessi hræðilegi dráttur
minn kostaði nú 200 mannslíf. Ég hafði lesið um þá óttalegu hefnd,
sem njósnurum væri búin. Hið eina, sem ég gat, var að liggja graf-
kyrr og hlusta á, hvað þeir tautuðu.
„Þetta er góður staður“, sagði annar.
25