Bergmál - 01.02.1948, Page 31
Vitið þér hvað það er, sem nefnist:
ÞREYTA
Grein þessi er eftir kvennaritstjóra vestur-íslenzka
blaðsins Lögberg, frú Ingibjörgu Jónsson.
Oft hefur verið rætt um það hve mikil áhrif ímyndunaraflið getur
haft á heilsufar líkamans, bæði til góð og ills. Tilfinningarnar hafi
eigi að síður sterk áhrif. Allr vita, að sá maður, sem ávallt er í góðu
skapi, hlæjandi, spaugandi og vingjarnlegur, er ekki eins meðtæki-
legur fyrir hvers konar kvilla og veikindi eins og sá, sem er niður-
dreginn af óánægju, sorgum og áhyggjum. Sá síðarnefndi kvartar
oft um að honum líði ekki vel, og þá sérstaklega um þreytu.
„Ég veit ekki hvað er að mér, ég er alltaf þreyttur; ég er þreyttur
þegar ég vakna á morgnana; ég er þreyttur allan daginn. Ég hlýt að
vera að eldast“.
Það er ósjaldan að hinir og aðrir segi eitthvað líkt þessu og þá
verður manni á að svara: — „Þú verður að fá meiri hvíld“. — Því
almennt er það álitið að þreyta stafi eingöngu af of mikilli líkam-
legri vinnu eða ónógri hvíld. En sannleikurinn er sá, að maðurinn
getur orðið afar þreyttur, þótt hann leggi ekki að sér líkamlega. Eigi
hann í ströngu hugarstríði, sem hann af einhverjum ástæðum getur
ekki yfirbugað eða greitt úr, kemur það fram sem þreyta í líkaman-
um; líkaminn er þá sem nokkurs konar tæki, sem innri barátta
endurspeglast í sem þreyta.
Vitanlega stafar þreytan oft af of mikilli vinnu eða einhverri