Bergmál - 01.02.1948, Síða 46
F E B R Ú A R
B E R G M Á L
stöðulaust í mörg ár á eftir, án þess að bila. Fólkinu gazt vel að hin-
um nýja nágranna. Það bauð honum heim til sín, í veiðiferðir og
„Bridge“-spil. Árið 1932 varð hann enskur ríkisborgari og var nú
aðlögun hans að enskum háttum fullkomnuð.
Þessi landkrabbi frá Sviss, hafði mikinn áhuga á sjónum. Honum
virtist líða mjög vel í sjávarþorpinu enska. Hann var orðinn svo
rótgróinn í Kirkwall að honum féll það miður að þurfa að fara
nokkuð burt jafnvel til að heimsækja vini og ættingja í Sviss. Vegna
þess komu ættingjarnir í heimsókn til hans sumarmánuðina. Ýmsir
af ættingjum hans urðu afar hrifnir af Kirkwall og létu í ljósi þá
löngun sína að setjast að í Englandi eins og Ortel. Hann aðstoðaði
þá á allan mögulegan máta og útvegaði þeim vinnu í héraðinu.
Albert fékk mikið af bréfum frá ættingjum sínum í Sviss, og sem
góður sonur skrifaði hann öldnum föður sínum minnsta kosti einu
sinni í mánuði. En það vildi nú svo til að hinn aldni faðir var eng-
inn annar en Canaris aðmíráll og hinir mörgu ættingjar voru for-
ingjar úr leyniþjónustu nazista. En Ortel var aldrei svo mikið sem
grunaður.
Börnin í bænum komut fljótt að því, að Albert átti alltaf eitthvað
af svissnesku súkkulaði. Honum þótti vænt um börnin og gaf þeim
alltaf súkkulaðibita þegar þau komu inn í búðina til hans.
Lífið í Kirkwall var friðsælt og rólegt. En nú brauzt út styrjöldin.
Albert Ortel varð sá fyrsti til að hengja sambandsfánann brezka
„the Union Jack“ yfir búðardyr sínar. Hann keypti stríðsskulda-
bréf meir en flestir aðrir. „Það er fjarri því að ég sé hlutlaus",
sagði hann. „Ég er Breti nú en ekki Svisslendingur“. Hann sagði
að sér félli það mjög miður að aldurinn skyldi hindra hann frá því
að vera tekinn í herinn, en hann gerði allt, sem hann gat á heima-
vígstöðvunum, hann hlustaði mikið á stríðsfréttir.
Ortel var fyrirtaks leikari, það var ekki betur hægt að fara með
hlutverkið. Það mun aldrei vitnast hvaðan hann hafði upplýsingar
sínar um varnir í Scapa Flow. Voru það ef til vill börnin, sem sögðu
honum í sakleysi sínu það, sem þau höfðu heyrt heima, þegar hann
lokkaði þau með súkkulaði sínu? Eða voru það hafnarverkamenn-
irnir? Eða var það lausmálgur sjóliði? Það veit enginn, en staðreynd-
irnar liggja fyrir. Mánuði eftir að styrjöldin brauzt út, vissi Ortel
44