Bergmál - 01.02.1948, Page 52
F E B R Ú A R
B E R G M Á L
drukkið var kaffi við sameiginlegt borð. Ef satt skal segja finnst
mér unnusti minn ekki nema rétt í meðallagi matprúður, og kemur
mér ekki til hugar að setja út á hans borðsiði við liann sjálfan. Ég
hef þessa skoðun fyrir mig. Eða haldið þér að ég ætti að sýna honum
sömu hreinskilni og hann mér? í fyrstu umferð við kaffiborðið var
brauðfatið rétt fyrst að honum. Hann fekk sér á sinn disk og rétti
það síðan til mín. í næstu umferð kom fatið fyrst til mín og gerði
ég þá eins og hann hafði gert, fekk mér fyrst og ætlaði síðan að rétta
honum. Hann var þá með sinn disk á lofti, svo að ég spurði vin-
gjarnlega: „Á ég að setja á diskinn hjá þér?“ Hann svaraði snúð-
ugt: „Ef þú hefðir kunnað þig, hefðurðu rétt mér fyrst, áður en
þú byrgðir upp sjálfa þig“. Þeir, sem næstir okkur sátu, heyrðu
þetta auðvitað, en ég lét sem ekkert væri. Ég reyndi að breiða yfir
þetta með því að halda uppi borðræðum, enda þótt hann gerði mér
erfiðara með því að setja upp svip og sitja þegjandi urn stund,
móðgaður yfir ónærgætni rninni og ókurteisi.
Svona auðmýkingar geta orðið þreytandi, þegar til lengdar
lætur. Aldrei biður hann mig afsökunar, þótt hann sýni mér opin-
bera ónærgætni. Öllu verð ég að taka með þögn og þolinmæði.
Alltaf verð ég að vera glöð og ánægð og samþykkja, að hann hafi
rétt fyrir sér, ef illindalaust á að vera milli okkar.
Kúguð unnusta.
S v a r :
Ég hygg að ég svari yður bezt með því að tilfæra nokkur orð úr
einni af bókum Dale Carnegie:
„Það er eitt af aðaleinkennum heimskra ofláta, að það er aldrei
hægt að gera þeim til hæfis. Meðvitað eða ómeðvitað þjást þeir af
vanmáttarkennd. Þeim finnst ekki nóg tillit tekið til þeirra, þeirra
vilja, þeirra skoðana, þeir njóta ekki eins mikillar virðingar og þeir
viidu, e. t. v. verða þeir líka að viðurkenna með sjálfum sér að afrek
þeirra, séu ekki mikil. Margur er sá maðurinn, sem lítið hefur
getað látið að sér kveða á vinnustað sínum, meðal starfsfélaga sinna
eða á opinberum vettvangi, er bætir sér það upp með því að vera
harðstjóri á heimili sínu, vondur við konu sína og börn“.
50